Dvöl - 01.01.1937, Side 46

Dvöl - 01.01.1937, Side 46
40 JL> V Ö L Mannætur og mannakjötsát Sá viðbjóður, sem grípur okk- ur, þegar við heyrum nefndar mannætur og mannakjötsát, stafar ekki af neinni þekkingu á þeim orsökum, sem liggja til grundvallar mannakjötsáti. Við vitum aðeins, að mannakjötsát er viðbjóðslegt og mannætur fyrir- litlegar og andstyggilegar skepn- ur. En það er ekki úr vegi, að vita eitthvað nánar um þetta, og þá ekki sízt af hverju manna- kjötsát stafar. Það má greina milli manna- kjötsáts, sem stafar af hungri, mannakjötsáts af trúarbragða- ástæðum og að lokum manna- kjötsáts, sem stafar af því, að — Getur þetta átt sér stað? Geta menn orðið svona af þreytu? Það kom efasemdasvip- ur á fólkið. — Auðvitað getur þetta átt sér stað, þegar maðurinn kemur alla leíð frá Afríku! Því þaðan er.hann að koma! Þetta varð að duga sem af- sökun. Maður, sem kemur frá enda veraldarinnar hefir leyfi til að haga sér einkennilega, án þess að til þess sé tekið. Hann hefir jafnvel leyfi til að gráta — ef hann ekki getur ráðið við tárin. mannakjöt kvað vera ljúffengt. Hið fyrsta — mannakjötsát, sem stafar af hungri — ættum við ekki að dæma mjög hart að alveg óathuguðu máli. Menntað- ir, hvítir menn, eins og sagt er, hafa leiðst lengra í þeim efnum, en okkur þykir beinlínis þægi- legt að viðurkenna. Það er eng- irm kominn til að segja, hvað mikill hluti hvítra manna kysi heldur að leggja sér til munns mannakjöt — og lifa, en leggja sér það ekki til munns — og deyja. En hinar eiginlegu mann- ætur eru, eins og kunnugt er, frumstæðar þjóðir, sem við leyf- um okkur að líta svo óendanlega mikið niður á. Það mætti því ætla, að við dæmdum þær ekki afar-hart, þegar við höfum í huga okkar eigin breyskleika. Mannakjötsát af trúarlegum ástæðum er algengast. Það á sér stað — eða átti sér stað til mjög skamms tíma — í ýmsum ólíkum myndum. Mannakjötsátið, sem Cortez uppgötvaði hjá Azteker- þjóðflokknum í Mexico, var án efa framið af trúarlegum ástæð- um. Mönnum var fórnað til heið- urs hernaðarguðinum og líkamir þeirra síðan étnir af söfnuðin- um, sem nokkurs konar sakra- menti. í fórninni urðu mennirnir, sem fórnað var, og guðinn, eitt

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.