Dvöl - 01.01.1937, Page 53

Dvöl - 01.01.1937, Page 53
D V 0 L 47 ist, en í svona litlu safni er vand- ratað meðalhófið. Ennfremur liafa sumar konurnar valið kvæð- in að nokkru leyti sjálfar, og þá hefir persónuleg afstaða þeirra til yrkisefnisins haft hönd í bagga og e.t.v. ráðið eins miklu og gæði kvæðanna. Yrkisefni k'vennanna er lang- flest ást eð.a náttúrufegurð. — Vafalaust er það engin tilviljun. Flestar þessar konur hafa helg- að heimili sínu störf sín og lifað fyrir ástvini sína, en sótt endur- næringu anda síns út til móður náttúru, þá sjaldan færi gafst. Þessir tveir þættir hafa því verið hendinni næstir og huganum kærastir, þegar leitað var efnis í línur og stuðla. Þess ber okkur að minnast, er við lesum þessi ljóð. Skáld-Rósa á þarna nokkrar sínar ófeigu stökur. Halla tek- ur undir með svaninum, „sumar- langan daginn“. Þura í Garði siglir á „laufblaði einnar lilju“ yfir Rín. Ungu stúlkuna, Rósu B. Blöndals, dreymir um augu Kormáks. Hér er ekki færi að tína fram dæmi hinna ýmsu blik- flata, er kverið sýnir okkur á sálarlíjfi kvennanna. Bezt, að hver kynnist þeim sjálfur fyrir sig. Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi færir okkur enn nýja bók: „AS norðan". Við, sem þóttumst greina í síðustu bók hans, ,,í byggðum“, boðanir nýrra við- horfa, horfur til aukinnar gagn- rýniámeinum þjóðfélagsins, höf- um farið villir vegar. Þessi bók heldur sér algerlega innan sömu takmarka og fyrri bækur hans. Hér eru ýms góð kvæði um daginn og veginn, efni úr þjóð- trúnni og ýmislegt fleira, „Snjó- mokstur“, „Nú veit ég“, „Æri Tobbi“ og „Möðrudals-Manga“, að ógleymdu „Kvæðinu um kýrn- ar“, þar sem skáldið byrjar vel, en teygir lopann óþarflega lengi. Davíð Stefánsson er svo mikið skáld, að við, sem unnum kvæð- um hans, erum ekki ánægð nema við fáum í hverri bók talsvert af þeirri skörpu gagnrýni á straumhvörfum lífsins, sem hann hefir sýnt og sannað, að hann á til — talsvert meira en hér er að finna. — Hvar hefir þessi maður lært? spurði einn ljóðvinur kunn- ingja sinn eftir að hafa lesið , íCyssti mig sól“ eftir Guðmund Böðvarsson. — í sveitinni — og einverunni, var svarið. Þetta mun sönnu nærri. Bók þessa unga manns ber vott um óvenju næma cilfinningu fyrir öllu í senn: efni, máli og rími. Guðmundur Böðv- arsson lætur ekki óró og önn dagsins takmarka víðferli anda síns. Hann, bóndinn við plóginn, skynjar gegnum rúm og tíma skyldleika sinn við reikula píla- grímann, titrar af ugg með far- manninum, sem velkist í hafi og líður dauðakvalir með villta dýr-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.