Dvöl - 01.01.1937, Page 56

Dvöl - 01.01.1937, Page 56
50 T) V Ö L Mesti forvígismaður héraðs- skólanna segir í Ársritinu á ein- um stað: „Héraðsskólarnir í sinni núverandi mynd, eru minn- ismerki um ungmennafélags- hreyfinguna eins cg hún mótaði æsku landsins á fyrsta fjórðungi yfirstandandi aldar. Sú kynslóð voru nýir Fjölnismenn, sem ekki nægði minna en að gera alla þjóðina frjálsa, samstæða og vel menntaða". Þetta munu margir fallast á, að rétt sé. Þótt forystan væri ötul í héraðsskólamálun- um og í henni kenndi stórhuga, myndu skólarnir aldrei hafa komizt upp, hefði ekki að baki vefið nokkuð almenn og sterk hreyfing. Og í þeirri hreyfingu stóðu gömlu ungmennafélagarn- ir fremstir; þeim sýndist, að þarna gætu þeir klætt eina stærstu og ljúfustu hugsjón sína veruleikanum með því að beita fórnfýsi og vera öruggir í bar- áttunni að knýja málið fram. — Ýmsum þeirra var kunnugt um af eigin kynningu, hve lýðhá- skólarnir á Norðurlöndum höfðu verið dýrmætir til góðra áhrifa á æsku þeirra landa. Og þeir, sem kunnugir voru t. d. á Voss og Sigtuna, svo að nefndir séu aðeins tveir allra kunnustu lýð- háskólar í Noregi og Svíþjóð, sáu, að þarna gátu íslendingar skarað langt fram úr frænd- um sínum í aðbúð æskunnar, meðfram með því, að nota hin sérstöku náttúrugæði landsins — jarðhitann. Og þetta varð að veruleika á fáum árum, þótt sennilega bætist eitthvað við af héraðsskólum ennþá og sumir þeir eldri verði stækkaðir. — Eins og menn vita, eru héraðs- skólarnir nú þegar vel húsaðir. Þeir eru nú notaðir sem gesta- heimili að sumrinu og bæta þannig mikið úr — og sennilega enn meira í framtíðinni — hús- næðisskortinum, sem hamlar því, að erlendir gestir og jafnvel inn- lendir líka geti fengið aðlaðandi gisti- og dvalarstaði til sveita. Eins og mörgum er ljóst, er gisti- húsaskortur eitt mesta vanda- málið, sem leysa þarf í sam- bandi við komu erlendra gesta á sumrum. Þó að koma erlendra ferðamanna sé mjög fjárvænleg fyrir þjóðina, þá er örðugt fyrir einstaklingana að láta dýr hús borga sig, séu þau eingöngu reist sem sumargistihús, þar sem ferðamannatíminn hér á landi er svo stuttur. Héraðsskól- arnir leysa því þetta mál að tals- verðu leyti og gætu það þó bet- ur en nú, ef forráðamennirnir hefðu örlítið víðara útsýni og meiri fyrirhyggju en þeir virð- ast hafa, enn sem komið er. En gera má sér góðar vonir um að það lagist með vaxandi reynslu og þekkingu. Héraðsskólarnir eru sjálf- kjörnar menningarmiðstöðvar héraðanna. Þar eiga hinar vönd- uðustu og beztu samkomur að

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.