Dvöl - 01.01.1937, Qupperneq 57
D V Ö L
51
vera, námskeið, kappleikar,
ýmiskonar verkleg og bókleg
fræðsla. Þeir eiga að vera fyrir-
myndar heimili, þar sem nem-
endurnir geta tekið sem mest til
eftirbreytni heim með sér, án
þess að það sé svo óviðráðanlegt
eða fjarlægt því, sem hægt er að
framkvæma með litlum tekjum
og við þröng kjör, eins og flestir
verða við að búa. Það væri eðli-
legt, að þeir væru sú stofnun
héraðsíns, er nyti mestrar vel-
vildar og virðingar. Það er ekki
óalgengt, að hópar manna, kven-
félög og aðrir, gefi kirkjum sín-
um ljósahjálma, altarisklæði eða
aðra dýra muni. Það er ekki
ósennilegt né óviðfeldnara, að
fólk í framtíðinni — gamlir
nemendur og aðrir — sameinist
um að klæða veggi héraðsskól-
anna fögrum myndum, málverk-
um, góðum bókaskápum og
öðru, sem yrði til prýðis og nyt-
semdar skólunum og til minn-
ingar um þá, sem þar hafa verið
og þann hlýleik, sem þeir hafa
borið til skóla síns. Fagurt dæmi
í þessa átt er frásögn í Ársrit-
inu um drenginn, sem gaf
Reykjaskóla bókasafnið sitt, áð-
ur en hann dó og vini hans, sem
sendu skólanum til minningar
um hann látinn, eitt þúsund
krónur að gjöf.
Eitt af því, sem ferðamaður-
inn tekur eftir, þegar hann kem-
ur í suma erlenda skóla, t. d.
háskólann í Oxford, er, hve þar
er margt til minningar um þá,
sem stundað hafa nám þar —
og margt, sem sýnir ræktarsemi
gamalla nemenda við skólann
sinn. Það er eins og hvíslað sé
í eyra ferðamannsins: Hér
dvöldu trygglyndir og vinfastir
nemendur, sem voru þakklátir
fyrir þau menningaráhrif og
þekkingu, sem skólinn veitti
þeim. Við 'viljum halda sam-
bandi við ykkur, sem á eftir
komið og njótið þess, sem við
höfum gert. Okkur langar til
,,að eiga þegar árin dvína eftir
spor við tímans sjá“. Ykkar er
að auka við og gera betur.
Þó að bækur séu góðar og
nauðsynlegar hverjum manni,
sem eitthvað vill fræðast, þá er
efamál, hvort ekki er ofmikið lagt
upp úr bóklega náminu í héraðs-
skólunum. Það er varla heppi-
legt að vera að þvinga allan al-
menning til að læra ýmsar
námsgreinar, sem hann hefir lít-
il not af í daglega lífinu, langi
hann ekki til að nema þær —
og þær námsgreinar, sem hver
meðalgreindur maður getur vel
orðið flotfær í, svo sem dönsku,
sögu, landafræði o. f 1., án þess
að sitja á skólabekkjum og
kunna sínar lexíur, meðan kenn-
arinn hlýðir yfir. Tungumála-
staglið er hlutfallslega lítið
menntandi og tímafrekt í skól-
unum. Þó að málin séu lykill að
bókmenntum annara þjóða, þá
er sá lykill lítið notaður af al-