Dvöl - 01.01.1937, Page 58

Dvöl - 01.01.1937, Page 58
52 I) V Ö L menningi. Það væri þá helzt enskan, sem stöku alþýðumönn- um væri fengur að fá dálitla undirstöðu í. En þeir, sem vilja verða leiknir í einhverju máli, er auðvitað bezt að fara — og það sem yngstir — til þjóðar- innar, sem notar málið, og dvelja meðal hennar um tíma. Það verður flestum lítið úr miklum gáfum og lærdómi, ef þá vantar vilja, kjark og áhuga til þess að taka þátt í einhverri baráttu fyrir góðum málefnum. í héraðsskólana eiga nemer.durn- ir fyrst og fremst að sækja víð- sýni, nýjar hugsjónir, áhuga og viljaþrek. Skólarnir eiga m. a. að vekja löngun fólks til þess að styðja hina eilífu þróun, sem allsstaðar virðist Jeita sinnar framrásar, þótt mennirnir reyni stundum með skammsýni sinni og ofstopa að hindra hana. — Æskumennirnir þurfa við skóla- veruna að 'vakna betur til vit- undar um, að þeir eru mikils- varðandi einingar í þjóðfélag- inu og að finna sælu í því að ,,alheimta“ ekki sjálfir ,,laun sín að kvöldum“. Skólarnir eiga að efla sjálfstæðishvötina hjá æskumönnunum um leið og þeir efla félagshyggju þeirra. Nem- endurnir þurfa að læra og venj- ast á að gera kröfur til sjálfra sín ekki síður en annara. — Og einnig þurfa þeir — meira en nú er — að fá tækifæri til þess gð vinna sjálfstætt, þar sem þeim gefst gott færi á að þrosk- ast eftir sínu bezta innra eðli, svo að þeir eigi hægara með að verða nokkru meira en viljalítil peð í þjónustu vélamenningar nútímans. — Skólastjóri eins héraðsskólans segir á einum stað í Ársritinu: ,,Hinn skap- andi máttur snillingsins þroskast bezt við sjálfstæða, óháða vinnu, áhrifin utan að eiga ekki að koma sem stríður straumur eða sterkur vindur, sem hrífur nem- endurna viljalausa með sér, heldur sem vorregn og hlýtt sól- skin, sem fá h'vern brumhnapp og fræ til þess að springa út og vaxa samkvæmt eðli sínu“. Með því að skólarnir láti nemendur sína vinna að marg- breytilegum störfum, en þó nokkuð eftir sjálfsvali þeirra, og iðka mikið íþróttir, auka þeir persónuþroska þeirra og gera þá færari, djarfari, hraustari og skemmtilegri í framkomu. Þeg- ar piltarnir smíða margskonar gripi, binda bækur og stúlkurn- ar sauma, vefa o. s. frv. eykur það starfsþrekið og auðgar að góðum hlutum skólana, en þó máske einkum heimilin, sem unglingarnir eru frá. Og er von- andi að þetta fari vaxandi. Eitt af mörgu ágætu, sem héraðsskólarnir gera, er það, að nemendurnir — jafnt piltar sem stúlkur — þvo af sér fötin, hirða herbergin, bera á borð, þvo upp matarílát o. s. frv, Þetta ven-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.