Dvöl - 01.01.1937, Page 64
58
D'V 0 L
indinu, sem hún var með í fang-
inu. En hvað hann var ánægju-
legur á svipinn, litla greyið!“
„Honum þykir strax vænt um
þig. Ó, Megan, öllu þykir vænt
um þ i g“.
,,Viljið þér. segja mér, hvað
hann Joe var að tala um við
yður?“
,,Hann var að skipa mér að
fara, vegna þess að þið kærðuð
ykkur ekkert um að hafa mig
hér“.
Hún stappaði niður fætinum;
svo leit hún á Ashurst. Þessi
ástaraugu hleyptu af stað
straumi, sem þaut eftir taugum
hans, eins og þegar hann sá
flugu brenna af sér vængina.
,,í kvöld!“ sagði hann. —
,,Mundu það!“
,,Já“. Hún þrýsti andlitinu að
litla, brúna, þriflega dýrinu og
fór svo aftur inn í húsið.
Ashurst gekk niður götuna.
Við hliðið út að sléttunni hitti
hann halta manninn, sem 'var þar
með kýrnar.
,,Það er góða veðrið, Jim!“
,,Hvað er um að tala. Þetta
er fínasta grasveður. í vor eru
eskitrén seinni til en eikurnar.
,,Þegar eikin eski fyrr —“
Ashurst sagði hægt og leti-
lega: „Hvar stóðuð þér, þegar
þér sáuð zigauna-vofuna, Jim?“
,,Ja, ég veit ekki, hvað segja
skal. Það 'væri þá helzt þarna
yndir stóra eplatrénu".
„Og þér haldið, að hún hafi
áreiðanlega verið þar?“
Halti maðurinn sagði varfærn-
islega:
„Ég vil ekki ábyrgjast, að hún
hafi v e r i ð þar. En mér fannst
hún vera þar“.
„Hvernig haldið þér, að á
henni standi?“
Halti maðurinn lækkaði róm-
inn.
„Það er sagt, að húsbóndinn
sálugi, herra Narracombe, hafi
verið af zigauna-ættum. En það
er líka nóg. Þeir eru nefnilega
annálaðir fyrir að ganga fast
eftir sínu. Ef til vill hafa þeir
vitað, að hann var að fara, og
hafa sent honum þenna náunga
til fylgdar. Þetta hefir mér nú
dottið í hug“.
„Hvernig leit hún út, þessi
vofa?“
„Hún var kafloðin í framan
og stóð si-svona, rétt eins og
hún héldi á fiðlu. Þeir segja,
að það séu engar vofur til, en
ég hefi séð hárin rísa á þessum
hundi um hánótt, þegar ég sjálf-
ur sá ekkert óvenjulegt“.
„Var tunglsljós, þegar þér sá-
uð hana?“
„Já, tunglið 'var nærri fullt,
en alveg nýkomið upp og skein
eins og gullkringla þarna milli
trjánna“.
„Og þér haldið, að draugar
boði illt, er það ekki?“
Halti maðurinn lyfti hattinum
ofar á ennið, og leit á Ashurst