Dvöl - 01.01.1937, Page 65

Dvöl - 01.01.1937, Page 65
D V Ö L 59 með meiri alvöruþunga en nokkru sinni fyrr. ,,Það get ég ekki dæmt um — en það er eins og þeir hafi hvergi frið né ró. Það er ýmis- legt til, sem við ekki skil.jum, það er víst og áreiðanlegt. Og sumt fólk sér líka ýmislegt, en aðrir sjá aldrei neitt. Til dæmis hann Joe hérna — það er sama, þótt eitthvað sé sett við nefið á honum, — hann sér það ekki samt; og svona eru hinir strák- arnir líka, það er alltaf svo mik- ið óðagot á þeim. En hún Me- gan sér það, sem fram fer í kringum hana og meira til, ef ég þekki hana rétt“. ,,Það er af því að hún er svo næm fyrir öllu“. „Næm? Hvað er það?“ ,,Ég á við, að tilfinningar hennar eru opnar fyrir öllum áhrifum“. „Já! Hjarta hennar er fullt af kærleika". Ashurst fann blóðið þjóta i'ram í kinnarnar; hann rétti halta manninum tóbakspoka. „Viljið þér í pípu, -Jim?“ „Þakka yður fyrir, herra minn. Ég held, að hún sé ólík flestum öðrum stúlkum“. „Ég býst við því“, sagði As- hurst stuttlega. Svo braut hann saman tóbakspokann og gekk burt. „Hjarta hennar er fullt af kærleika!" Já. Og hvað var hann að gera?Hvað ætlaði hann sér — eins og fólkið segir — með þetta kærleiksríka hjarta? Þessi hugsun lét hann aldrei í friði, meðan hann gekk um tún- ið, gult af sóleyjum, þar sem litlu, rauðu kálfarnir voru á beit og svölurnar flugu hátt yf- ir höfði manns. Já, eikurnar voru fyrri til en eskitrén, þær voru þegar orðnar gulbrúnar; hvert tré með sínum sérstaka litblæ, eftir þroska og fram- förum. Gaukarnir sungu ásamt þúsundum annara fugla; lækj- arsprænurnar glitruðu. Forfeð- urnir trúðu á gullöld í aldin- garði Hesperidanna!.. .. Vespu- drottning settist á ermi hans. Ef ein vespudrottning væri drepin, yrði tvö þúsund vespum færra til þess að stela eplunum, sem áttu að spretta úr blómunum þarna í aldingarðinum; en hvernig gat ástfanginn maður drepið nokkra veru á slíkum degi? Ha:nn fór inn í girðingu, þar sem ungur, rauður boli var á beit. Ashurst fannst hann vera líkur Joe. En bolinn tók ekkei’t eftir gestinum; ef til vill var hann sjálfur í dálítilli vímu vegna dýrðarinnar og ljómans, sem hvíldi yfir þessu gull-lita haglendi undir lágvöxnu fótun- um hans. Ashurst hélt áfram, yfir lækinn og út þangað, sem heiðin tók við. Upp frá brekk- unni þar reis hóll, en efst á honum voru berir klettar. Þarna var jörðin vaxin bláklukkubreið-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.