Dvöl - 01.07.1941, Qupperneq 10

Dvöl - 01.07.1941, Qupperneq 10
168 D VÖL undrun mína, þegar ég bar augun að gatinu. Ég varð þess var, að ég var uppi á þaki rammbyggilegrar hvelfingar, en á gólfinu glitraði á hauga af gulli og gersemum. Sjálf- ur hertoginn í fylgd með manni úr „tíu manna ráðinu“ kom inn í hvelfinguna í sömu svifum, og af tali þeirra gat ég heyrt, að hér mundi vera leyniféhirzla Feneyja- borgar; eins konar varasjóður, er ráðið og hertoginn vissu um, en engir aðrir, og aðeins skyldi leitað til, ef allt annað þyrri. Þá vissi ég, að mér var borgið. Þegar fangavörðurinn kom með matinn morguninn eftir, stakk ég upp á því, að hann hjálpaði mér til að flýja og kæmi sjálfur með. Ég sýndi honum auðæfin gegnum gat- ið í hverfingunni. Það var engin á- stæða til þess að hika, og hann féllst á ráðagerðina. Skip var í þann veginn að sigla til Levant. Við gættum hinnar ýtrustu varfærni og Bianca aðstoðaði okkur á mikils- verðan hátt. Til þess að vekja eng- an grun, var þó ákveðið, að hún kæmi ekki til móts við okkur fyrr en í Smyrna. Næstu nótt var gatið á lofthvelfingunni stækkað og við stigum niður í leyniféhirzlu Fen- eyjaborgar. Ég mun ætíð minnast þeirrar stundar. Fjórar rammbyggilegar stokkakistur stóðu þar við vegg.Þær voru barmafullar af gulli. f næsta klefa voru silfurpeningar í haugum meðfram veggjunum, svo aðeins var hægt að ganga eftir mjórri rönd á gólfinu. í hornunum voru mann- hæðar háir hlaðar af silfurstöng- um. Ég hélt, að fangavörðurinn mundi tapa vitinu. Hann söng og hló og dansaði í klefanum, þangað til ég hótaði að kyrkja hann, ef hann gæfi frá sér hljóð eða eyddi tímanum. í gleði sinni hafði hann ekki tekið eftir borðinu, þar sem demantarnir voru, Ég snaraði mér þangað og fyllti í skyndingu víða vasa sjóúlpu minnar. Já, hamingj- an sanna. — Það var þó ekki einu sinni þriðji hluti steinanna! — Undir borðinu lágu stórir gull- klumpar. — Ég hvatti nú félaga minn til að fylla eins marga poka af gulli og við gætum borið, og ég sagði honum um leið, að það væru þau einu auöæfi, sem við vær- um öruggir með erlendis. Perlur, rúbína og demanta er alltof vanda- samt að fara með og sífeld hætta á, að slíkt kunni að þekkjast, sagði ég. Þrátt fyrir áfergjuna komumst við þó aðeins sex ferðir milli gondola og fangaklefa. Aðstaðan var ákaf- lega erfið og tíminn leyfði ekki meira. Við mútuðum veröinum við síkishliðið með tíu gullpeningum, en ræðurunum komum við til aö trúa, að þeir væru að vinna í þjón- ustu ríkisins. í dögun hélt skipið af stað. Þegar út á hafið kom og hugur- inn hvarflaði aftur til næturinnar og allra þeirra auðæfa í silfri,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.