Dvöl - 01.07.1941, Side 19

Dvöl - 01.07.1941, Side 19
D VÖL 177 færð þú öll svörin við hinni miklu reikningsbók tilverunnar? — Þau geymir framtíðin, en þakkað skal fyrir hvern áfanga sem næst. Við stígum af baki gegnt tindinum, og ísabella tekur af okkur mynd.tveim ferðamönnum með fimm hesta og hund á gróðurlausri eyðimörk, með fjallstindinn í baksýn. Við höldum upp brekkuna. Und- irhlíðar fjallanna upp að skarðinu, Brekkan, eru reyndar ekki brattar, en við förum þó af baki og göngum. Undir fótum er kolbrunninn gjall- salli, sem hestarnir vaða allt að hófskeggi. Hér kemur sér betur að hafa vel járnað. Enda höfum við Tryggvi skeifur og járningatæki með okkur, ef til þess skyldi þurfa að taka. Nokkru sunnar i fjöllunum sjáum við eina dilká. Á hverju getur bless- uð skepnan lifað, þar sem enginn gróður er sjáanlegur? Gustuk væri að stugga henni eitthvað í áttina til byggða. En við erum ekki í göng- um og látum hana því eiga sig, þó að meiri líkur séu til að hún muni aldrei koma fram. Hvað leiddi hana upp i fjöllin, „yfir hæfið of hátt“? Það er nýlega fallinn snjór i skarðinu og þæfingsfæri. Dregið hefir fyrir sólu, og þoka er þegar sezt á fjöllin. Hún kann því svo undur vel, að faðma þessi beru fjöll. Við höldum áfram. Ríðum og ríð- um. Tryggva virðist skarðið lengra en hann átti von á. Loks hallar undan fæti, og snjórinn minnkar. Við sjáum ekkert frá okkur fyrir þokunni, en brekkan er ekki lik því, sem hún á að vera. Hún á að vera miklu brattari. Það þýðir ekki að fara lengra, því að Öskju fáum við hvort eð er ekki að sjá. Við nemum því staðar á sléttum bletti, sprettum af hestunum og gefum þeim hey. Við reisum tjald ísabellu, þótt ekki sé þægilegt að koma fyrir tjaldhælum og festa þá vel. En á því þarf varla að halda. Það er stafalogn og bezta veður. Reiðing- arnir eru bornir inn i tjaldið. Þeir eru það eina, sem hægt er að liggja á. Við tökum upp nestið, alls konar kjarnmeti frá Víðikeri, og ísabella gefur okkur súkkulaði og sýður kraftsúpu á suðuvél. Ég sæki vatn út í poll. Potturinn er svo lítill, að það þarf að sjóða sína suðuna handa hverjum. Seinast kemur röð- in að mér. Þetta er í fyrsta sinn, sem ég bragða kraftsúpu, og ég get ekki komið henni niður. Ég losa þvi úr ílátinu út fyrir tjaldskörina, þótt ég hafi hálfgert samvizkubit út af því að fara svona með súpu, sem aðeins var soðin mín vegna. En hvað átti ég að gera? Fyrr en varir er Tryggvi sofnaður. Við ísabella göngum frá nestinu og spjöllum saman. Svo hjálpa ég henni til að leggja sig útaf á reið- ingsmelju, með hnakk undir höfð- inu, og ráðlegg henni að nota tím- ann vel og sofa. Ég þori ekki að yfirgefa hestana og geng því út. Það er ótækt að við sofnum öll. Þeir geta rásað eitthvað út í þokuna. Hún er að visu ekki

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.