Dvöl - 01.07.1941, Side 20

Dvöl - 01.07.1941, Side 20
178 DVÖL dimm. Maður sér spölkorn frá sér. En ég er orðinn of þreyttur til þess, að mig langi í nokkurn eltingaleik við þá. Ég geng dálítinn spöl og sezt á stein. Nú sofa ferðafélagarnir svefni hinna réttlátu. Hvernig ætli að þeim yrði við, ef ég væri farinn með hestana, þegar þau vakna? Þokan þynnist og ég sé óravegu. Geysileg hraunbreiða blasir við, og stakt fjall langt í burtu. Getur ver- ið, að það sé Sellandafjall? Eða hef- ir Askja þessa ómælisvídd? Ég tími ekki að vekja Tryggva; hann er far- inn að eldast, og honum veitir ekki af hvíldinni þessa stuttu stund. Svo hverfur allt í þokuna aftur. Nú koma þau út úr tjaldinu. Þok- unni er að létta á ný, og aftur sést niður yfir hraunið. Það er ekki leng- ur nokkur vafi. Þetta er Sellanda- fjall, sem stendur þarna langt á- lengdar, eins og tollheimtumaður. Bláfjall sést nokkuð til hægri, og fleiri Mývatnssveitarfjöll. Það er ekki neinum efa bundið, að við er- um vestan í Dyngjufjöllum. Eftir nálega tveggja tíma hvíld, höldum við af stað. Það er óviðun- andi að snúa heim, án þess að gera tilraun til þess að komast í Öskju. Við leggjum upp á fjöllin, sunnan við Jónsskarð, það er nú sennilega stytzta leiðin. Fjöllin eru dálítið öldótt, en færðin sæmileg og veðrið ágætt. Þó ekki sólskin, en nokkuð bjart. Við erum stödd á austurbrún fjallanna. Brekkan sýnist ekki næsta há, en nokkuð brött. Hér fer eins og alltaf, þegar lýsa skal því, sem stórfenglegt er og áhrifaríkt. Orðin megna ekki neitt. Þau verða eins og máttlaus og dauð. í megin- dráttum er Askja eins og gömul smjöraskja í lögun og snýr frá norðri til suðurs. Af fjallabrúninni sýnist botninn ein flatneskja,þakin svörtu, gróðurlausu hrauni. Fjöllin í kring eru dálítið hnjúkótt — eins og risar á verði. Þorvaldstind, við suðurenda Öskju, ber einna hæst. Austur með honum gengur Öskju- vatn og nær alla leið austur að fjöllunum. Það er einkennilegt og allstórt. í því er kolsvört, einmana- leg ey, sem myndaðist við gosið 1922. Við höfum farið af baki og stönd- um hugfangin. En við fáum ekki að sjá þetta nema í svip. Þokuveggur- inn er kominn að norðurenda Öskju, jafn snemma og við á fjalla- brúnina. Tjaldið er dregið fyrir eins og í leikhúsi, hlífðarlaust og rólega. Eftir á að gizka fimm mínútur er allt horfið. Við stöndum á fjalla- brúninni, umvafin þokunni í svöl- um norðankaldanum. Fyrirheitna landið fengum við aðeins að sjá eitt augnablik, en ekki að stíga þangað fæti, fremur en Móses forðum, hvort sem það hefir nú verið fyrir sömu sök. Hestarnir eru greiðari i spori til baka. Þegar við komum vestur á brúnina, skín sólin gegnum þokuna. Útsýnið til norðvesturs er dásam- legt. Allt er sveipað einkennilega fagurblárri töframóðu, sem ég hefi aldrei séð neitt líka annars staðar,

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.