Dvöl - 01.07.1941, Síða 21

Dvöl - 01.07.1941, Síða 21
D VÖL 179 fyrr né síðar. Sandar, hraun og fjöll, Svartárvatn og Mývatn, lengst í fjarska, allt er töfrandi blátt. Það er eins og maður sjái inn í annan heim. Ég get ekki orða bundizt og dáist að útsýninu við stúlkuna, sem ríður á undan mér. Hún er búin að fara víða, segir hún, og ganga á mörg fjöll, en þetta er það fegursta, sem hún hefir séð. Það eitt borgar áreiðanlega ferðina til íslands. Það er létt yfir okkur. Við erum að halda heim. Við höfum séð dýrð- legar sýnir, sem engin orð fá lýst og geymast munu í sjóði minning- anna, en — því miður — verða að vera okkar einkaeign, sem ekki er hægt að gefa öðrum, hversu fegin sem við viljum. Við höfum haft hestaskipti og förum greitt niður sandana. ísa- bella er á Pílu og fer langt á undan. „Svona er að setja útlendinga á Pílu“, segir Tryggvi. „Þó að þeir komi engum öðrum hesti áfram, þá eru þeir æfinlega á undan, ef þeir eru á henni“. Við náum henni í hrauninu. Þau Tryggvi vilja tala saman. Ég verð að túlka, en skal ekki ábyrgjast, að það hafi alltaf verið sem nákvæm- ast hjá mér, því að stundum fannst mér fara allt eins vel á því, að víkja við orði. Það er komið að rökkri. Við erum í Suðrárbotnum. Hestarnir verða fegnir að komast í haga, og bíta í óðaönn. Við göngum inn í kofann með nestið, til þess að fá okkur hressingu í síðasta sinn á þessu ferðalagi. Við erum orðin þreytt, og matarlystin er frekar dauf. Það lendir í mínum verkahring, að bjóða ísabellu matinn. „Kan ikke spise“, segir hún og vill ekki neitt. Tryggvi skilur, en læzt verða undrandi og segir: „Kann hún ekki átið?“ Það er aldimmt fyrir nokkru, þeg- ar við komum í Svartárkot, og allir sofnaðir fyrir stundu. Bráðum er- um við komin heim. Hnoðri er hress, þótt feitur sé. Nú er hann orðinn svo heimfús, að hann fer á undan norður ásana. Við sprettum af klárunum við túngarðinn í Víöikeri. Gott er að að hvíla sig í mjúku rúminu eftir erfiði ferðalagsins. Á morgun blasir við tilbreytingarsnauður hversdags- leikinn. Adam var ekki lengi í Para- dís. Svo er um fleiri. Það er sökn- uður í sál minni, jafnframt gleðinni yfir því, að ferðinni er farsællega lokið. Og ég veit, að mig mun ætíð ianga aftur upp í fjöllin, þar sem ég sá inn í töfraheim öræfanna. Muuið það Það er gagnslaust að trúa á frelsið, ef þú ekki einnig trúir á sjálfan þig og með- bræður þína. Ef þú hættir að trúa á sjálf- an þig, verður þú að fela öðrum forsjón þína, og þá hefir þú selt frelsið af hendi. Ef þú ekki trúir á meðbræður þína, verð- ur þér ósjálfrátt að leita á náðir kerfa og kennisetninga, og áður en varir er hugur þinn orðinn andstæður frelsinu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.