Dvöl - 01.07.1941, Blaðsíða 23

Dvöl - 01.07.1941, Blaðsíða 23
D VÖL 181 Giilliiemimi Fiftir .lohannes V. JeiiNen Sigurður Helgnson þýddi Arum saman hengu einkenni- leg stígvél hjá Andrési Eiríkssyni, smiðnum í þorpinu. Þau voru hvorki tittuð saman né saumuð, heldur gerð úr togleðri. Þau voru svo há, að þau náðu manni upp á mjaðmir. Þetta voru gullnema- stígvél. Andrés smiður notaði þau ekki, og þegar drengirnir hans óðu í þeim út í tjörnina, sem við og við kom fyrir, þá þorðu þeir ekki að vera í þeim, nema nokkrar mínút- ur í hvert skipti. Héraðslæknirinn hafði lýst yfir því, að fæturnir gætu ekki „andað“ í svona stíg- vélum. Það var líka auðfundið, að það var úr þeim þefur af eitri eða lyfjum, og þegar vatnið þrýsti lin- um bolum þeirra að leggjunum, þá gátu menn greinilega fundið, að fæturnir fóru að visna. Menn báru mikla lotningu fyrir þessum stígvélum. Þegar einhverjir komu inn til Andrésar smiðs og sáu þau hanga á veggnum, þá renndu þeir huganum eitthvað út í það ó- þekkta, til fjarlægra staða, þar sem menn grafa gull úr jörðu og heiðarlegt fólk kemur ekki. Og þá gat skeð, að spurt væri í eins kon- ar guðræknilegri forvitni um Lavst Eiríksson, föður Andrésar smiðs, hvar hann væri nú eiginlega, hvort sonurinn hefði frétt af honum og hvort hann mundi ekki bráðum fá arfinn eftir hann. Andrés smiður hristi höfuðið í hvert sinni, sem einhver spurði. Síðan gleymdist Lavst Eiríksson. Stígvélin voru geymd. Þau héngu og skorpnuðu í skúminu uppi und- ir loftinu. Andrés smiður kynntist föður sínum — eignaðist hann, eins og fyndið fólk komst að orði — þeg- ar hann var á tuttugasta og ní- unda árinu. Þá sá hann föður sinn í fyrsta sinni. Móðir Andrésar dó, þegar hann var lítill drengur, og jafnskjótt var faðirinn horfinn út í buskann. Og þegar Andrés gekk í skólann, var það skemmtun sumra þeirra dygðugu barna, sem með honum voru, að fræða hann um, að hann hefði átt föður, sem héti Lavst og hefði hlaupið burtu frá honum og móðurinni og húsinu og öllu saman. Og síðar, þegar hann var orðinn fulltíða og hafði fengið atvinnu með hjálp góðra manna, varð það að vana fyrir honum að gjalda þakklætisskuldina með því að hlusta stöðugt á það, sem góð- hjartaðar sálir töluðu um óþokk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.