Dvöl - 01.07.1941, Qupperneq 27

Dvöl - 01.07.1941, Qupperneq 27
D VÖL 185 hann var önnum kafinn við að hefla fjöl og strauk upp úr henni langa, skrjáfandi spæni með hefl- inum. Andrés var hár og magur, með breiða vanga og veiklulegt augnaráð, bogin kné og lotinn hrygg. Hálsinn var grannur, eins og á barni og hnakkagrófin stór og djúp. Hann líktist móður sinni. Lavst skotraði augunum til hans öðru hvoru. Þögn. Svo opnar kona Andrésar stofuhurðina og rekur út úfið höfuðið, sér gestinn og hörfar inn aftur, án þess að segja nokkurt orð. Þögn. „Hvaðan fær þú timbrið?“ spyr Lavst Eiríksson vingjarnlega og lítur upp í timburhlaðann, sem er uppi undir loftinu; einkum verður honum starsýnt á hillu, sem nokkrar rauðviðarfjalir og fáeinir bútar af öðrum góðviði liggja á, og honum vöknar um augu. Andrés hættir vinnunni, lltur í sömu átt og faðirinn og stingur annarri hendinni inn undir skinnsvunt- una. Hann stendur lengi hugs- andi. Loks lítur hann á föður sinn. — Andlitið er algerlega sviplaust, svo að sá gamli þarf ekki að von- ast eins eða annars. „Ég kaupi það hjá Svendsen í Hvirresund." Hið fullkomna hlutleysi svarsins slær gamla manninn alveg út af laginu. Hann stendur enn þá nokkrar minútur og lítur af einu á annað, djúpt hugsandí. Svo segir hann þreytulega að baki sonar síns: „Nú, jæja, við getum talað um það, Andrés. Ég býst við, að ég setjist um kyrrt . .. .“ Þá heyrðist hávaði utan við dyrnar, þar sem kona Andrésar hefir staðið og hlustað. Andrés heldur áfram að hefla, tekur síðan fjölina upp og horfir eftir rönd- inni til þess að sjá, hvort hún er bein. „Ég hefi breytt illa við þig,“ segir Lavst Eiríksson, lítið eitt skjálfraddaður, en þegar Andrés virðist ekki heyra þetta, heldur slær á hefiltönnina til þess að stilla hana betur, fer sá gamli að horfa rólega og íhugandi á hann. Að lokum kinkar hann kolli stilli- lega og snýr til dyranna. „Good bye.“ Úti staðnæmdist Lavst Eiriksson lítið eitt og virti hús sonar sins fyrir sér, mældi hæð þess með augunum, leit á tvo nakta stikils- berjarunna í garðinum og stokk- rósirnar við húsvegginn, og gekk síðan sem skjótast til gistihússins. Koma gullnemans leiddi af sér mesta fjör í byggðarlaginu næstu mánuðina. Ekki svo að skilja, að hann væri glaðvær. Síður en svo. Það var næsta örðugt að fá hann til þess að segja þó ekki væri nema já eða nei. En það var margt furðu- legt í fari hans, og það varð ýms- um til dægrastyttingar. Enginn fékk neitt að vita um það, hvort hann ætti nokkuð. Ekki var hann ríkmannlegur, en þrátt fyrir það gat hann auðvitað verið vel efn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.