Dvöl - 01.07.1941, Qupperneq 29

Dvöl - 01.07.1941, Qupperneq 29
D VÖL 187 stendur grafarinn og grefur inn undir í allar áttir. ASstoðarmað- urinn stendur uppi á gryfjubarm- inum og dregur föturnar upp. Ef slík gröf hrynur saman, er mað- urinn, sem niðri er, dauðans mat- ur; en það er fremur fátítt. Leir- námurnar eru leitaðar uppi á þann hátt, að tveir menn, sem vinna saman, fara um og bora í jörðina með löngum, grönnum bor, sem hefir lokhulstur á endanum. Allt, sem í það kemur, er rannsakað þannig, að saltsýra er látin drjúpa á það. Ef það sýður, er það kalk- leir. Gullneminn vann fyrst í ákvæð- isvinnu fyrir hina og þessa. Hann varð brátt eftirsóttur og fékk góð- an skilding í aðra hönd. Hann var ógætinn, hirti ekkert um, þó að hann stofnaði sér í lífshættu, og svo afkastamikill, að einn maður hafði nóg að gera við vinduna og annan þurfti til þess að taka frá. £>að lifnaði yfir Lavst, þegar hann var byrjaður á þessu. Það var að sjá, að hér væri hann kominn á sína réttu hillu. Honum var lífs- bauðsyn að moka. En ekki var þess langt að bíða, að æfintýraþráin næði tökum á honum. Auðvitað þurfti hann að sýna, að hann gæti meira en aðr- ir og gekk í félag við þrjá stóra Svía, alræmda fyllirafta, um að efna til sjálfstæðrar leirvinnslu. heir keyptu námu og unnu fyrst einn mánuð með sömu aðferðum °g aðrir menn og strituðu eins og jötnar. Strax um sólarupprás grillti í þessa risa gegnum þokuna úti á heiðinni, og keðjuskröltið kvað við. Þeir voru ataðir kalk- leir frá hvirfli til ilja, þegar þeir komu í bæinn og létu mikið á sér bera með alla sína peninga. Þeir gerðu menn orðlausa með yfirlæti sínu, eyðslusemi og grófu guðlasti. Enda lyktaði þessu illa. Gullnem- inn kunni sér ekki hóf. Hann lét aka eimfærivél fimm mílna veg frá kaupstaðnum og koma henni þar fyrir. Síðan fóru þeir, þessir fjórir raumar, að aka kalkleirn- um upp í steypivögnum, sem gengu á spori! Það var ekki guðhræðslan í piltunum þeim. Og ekki voru þeir feimnir við nýjungarnar. Þeir voru fáir, sveitamennirnir, sem gátu litið þenna stöðuga reyk og blástur og þenna andstyggilega járnreyk- háf úti á heiðinni réttu auga. Það lá við, að þeir yrðu sinnisveikir af því að sjá svartan reykinn og finna sótdauninn í loftinu. Svona uppátæki fannst þeim, að þeir hefðu getað látið vera, jafnvel þó að fjandinn sjálfur væri með í leiknum. Það var líka fífldirfska, hvernig þeir notuðu vélarnar. Hjólin hömuðust svo, að það sáust ekki spalarnir í þeim. Brotnuðu þær nú til dæmis, gátu stór járn- stykki þeytzt langar leiðir. Og myndi þetta stálbákn endast lengi? Það hlaut að ryðga; það gat engan veginn borgað sig. — En ægilegt var að sjá, hvernig þessir „sameinuðu" leirgrafarar gátu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.