Dvöl - 01.07.1941, Page 33

Dvöl - 01.07.1941, Page 33
DVÖL 191 'Tdertu þíg pál (Eftir vestfirzkri aögn) Sftir Quðmund ‘fnga I. Barning þeir fengu á leið til lands, — lítið hver stund þá bar — sextugur karl og sonur hans, sveinn, er í æsku var. Dorguðu frammi færum tveim feðgar um næturskeið, tóku með degi á höndum heím harðsótta leið. Perðin var stríð og föngin smá fyrir þá vöku og önn. Mótvindur þungur marki frá margfaldar hverja spönn. Heyrðist þó ekkert æðrumál út yfir herpta vör. Hert var um aldir sjómanns sál sömu við kjör. Sveinninn tók mjög að þreytast þó, þungan á móti blés, árum var spyrnt í sama sjó, seinróið undir nes. Vissi hann eftir enn til lands ófarna stundar leið. Linari gerðust handtök hans, hægara skreið. ,,Ertu nú lúinn?“ karlinn kvað. Kynlega hinum brá. Óvenjulegt var ávarp það. Undrandi sagði hann: „Já.“ — Yfir hann skall sem ólag svalt öldungsins vörum frá andsvarið hart, en hreint ogsnjallt: „Hertu þig þá!“ II. Erfiðum hag við fjörð og fjöll fóstraðist andi knár. Þar hefir barið ætt þín öll andbyr í þúsund ár. Hugsun og manndóm hærra bar hvildum og nautnaþrá. Kjörorðið hæst í huga var: Hertu þig þá! Virðist þér einatt æfin hörð, erfiði nóg að fá, seintæk og rýr hin seiga jörð, sjóferðin aflasmá. Flý þó ei tún né fiskiver. Finn þú, ef reynir á, heróp þíns lífs í hjarta þér: Hertu þig þá! en auðvitað hafði hann ekki kom- izt hjá því að læra þess háttar yfir í Ameríku. Ef Lavst Eiríksson hefði haldið áfram að grafa kalk- leir með gamla laginu, hefði hann haft nóg í námunni, það sem eftir var æfinnar. Jæja, gullneminn var á bak og burt einn góðan veðurdag. Hann hafði læðst á brott, hægt og hljóð- lega með pj áturskistuna og stóru grafvélarnar sínar. Hann var far- inn aftur til Bandaríkjanna, til hinna víðlendu slétta og hinna ó- endanlegu skóga. Þorpsbúar fréttu ekkert af hon- um framar.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.