Dvöl - 01.07.1941, Síða 38

Dvöl - 01.07.1941, Síða 38
196 D VÖL ar systur sinnar, og hafði báða drengina hjá sér í hálfan mánuð, en fór síðan með Matthías að Broddanesi. Hann ólst hér upp hjá foreldrum minum. Mér er enn í minni, þegar Ólöf kom hingað með litla drenginn sinn, fimm ára gamlan. Þá hafði ég ekki vit til að sjá, hve þessi ferð hennar var erfið. En ég man eftir henni sjálfri, hve hún var ung og hraustleg, fríð og glaðleg. Þá tók ég eftir fallega brosinu, sem ég dáist ætíð að, þegar ég sé hana. Það fer henni svo vel, og málróm- urinn er svo þýður og viðfelldinn Svona leit hún út eftir fyrsta bitra frostið. Og nú átti hún að skilja við barnið sitt hjá fólki, sem hún þekkti lítið, trúa vandalausum fyr- ir því, sem henni var svo undur kært. Þetta hefir verið þung stund, en samt brosti hún, líklega til að dylja þrautir sínar. Ég geri ráð fyr- ir, að hún myndi segja, að þessi ferð hennar hafi verið happaför. Drengurinn hennar þurfti ekki að vera á hrakningi eftir þetta. Ólöf var eitt ár í Þrúðardal. Um haustið veiktist Hjörtur, maður Margrétar, af taugaveiki, er leiddi hann til bana. Margrét lagðist veik áður en maður hennar dó, og and- aðist um þrem vikum eftir fráfall hans. Hún var jörðuð á Þorláks- messu. Ólöf fékk Elísabetu systur sína til að hjálpa sér, en hún lagð- ist í taugaveiki og lá í sex vikur, en komst loks til heilsu aftur. Þau Ólöf og drengurinn hennar fengu engan snert af veikinni. Um vetur- inn annaðist hún öll heimilisstörf, úti og inni, með einni unglings- stúlku. Áföllin lömuðu ekki vinnu- þrekið, sem hefir verið og er ó- venjulega mikið. Frá Þrúðardal fór Ólöf aftur að Þambárvöllum og varð þar vinnu- kona hjá Jóni og Guðrúnu. Þar komst hún á ágætt heimili með drenginn sinn. Þannig leiddi gæfan hana sér við hönd í öllu mótlæti lífsins. Þambárvallahjónin nutu svo al- mennra vinsælda, að þar verður varla framar komizt. Heimili þeirra var að mörgu leyti talið til fyrir- myndar. Jón bjó þar fyrst meö fyrri konu sinni, Ingveldi Gísla- dóttur, en eftir lát hennar giftist hann Guðrúnu, ekkju Sæmundar Björnssonar prests. Séra Björn var prestur í Tröllatungu. Jón var einn af þeim fáu mönnum, sem ég heyrði aldrei kenndan við neitt, er misjafnt er kallað eða áfellisvert; þó gat hann ekki dregið sig mikið í hlé, af því að heimili hans var í þjóðbraut og gestkvæmd þar mikil. En allir hinir mörgu, sem kynntust honum, höfðu sömu söguna að segja. Maðurinn var að mörgu leyti fyrirmynd. Siðfágun á yfirborði var honum aukaatriði; aðalatriðið var að þroska manngildið. Með fyrri konu sinni átti Jón son, sem Gísli hét. Hann var efnis- og mann- kostamaður, stilltur og þéttur fyrir eins og faðir hans, en hafði þó mikið af þeim góðleik og hlýju, sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.