Dvöl - 01.07.1941, Qupperneq 48

Dvöl - 01.07.1941, Qupperneq 48
206 DVÖL einnig vart við sig. Hraustur mað- ur, sem lengi hafði unnið við hlið hans, greip kannske allt í einu um magann, skóflan féll úr hendi hans og ótti dauðans settist að í andlitssvipnum. Rúm hans var autt að morgni, og svo var strikað yfir nafn á launalistanum. Tim O’Hara var sjónarvottur að þessu öllu. Þetta herti hann og breytti hon- um í fullorðinn mann. En þrátt fyrir hörku hans og dug, var hann stundum þunglyndur, eins og ír- um er eðlilegt, og þá fann hann til þess, að hann var einmana í ó- kunnu, undarlegu landi. Slíkar stundir eru erfiðar, og Tim var þó ennþá ungur. Stundum var hon- um þannig innan brjósts, að hann hefði glaður gefið allt gull Amer- íku fyrir að fá að anda snöggvast að sér hinu gamalkunna lofti æskustöðvanna eða sjá í svip him- in þeirra. Þegar þannig lá á hon- um, drakk hann, dansaði, slóst eða skammaði verkstjórann, aðeins til þess að deyfa sársaukann í sál sinni. Þetta gerði honum vinnuna erfiðari og eyddi launum hans, en þetta var sterkara en hann sjálf- ur, svo að jafnvel hugsunin um Kitty Malone gat ekki komið í veg fyrir það. Svona er það stund- um. Svo var það eitt kvöld, að hann var á leið heim frá vínsölustaðn- um, og ef til vill hafði hann drukk- ið ögn meira en ráðlegt var. Og þó hafði hann aðeins drukkið til þess að fjarlægja hinar undarlegu hugsanir. En hugsanir hans urðu aðeins því undarlegri, þess meira sem hann drakk. Hann var að hugsa um lánfylgju O’Haraættar- innar og sögurnar, sem amma hans hafði sagt honum í æsku, sögurn- ar um púkana, engla dauðans og dvergana, með síða, hvíta alskegg- ið. „Þetta er undarlegt umhugsun- arefni fyrir mig, sem er að vinna með skóflu og haka á þessum ó- byggðu sléttum,“ hugsaði hann með sér. „Auðvitað geta slíkar verur lifað og dafnað heima — og ég myndi manna sízt neita því -- en það er augljóst mál, að þær gætu aldrei lifað hér. Þær þyldu ekki einu sinni að sjá Vestur- Ameríku í svip; það eitt myndi ríða þeim að fullu. Og hvað lán- fylgjur O’Haraættarinnar snertir, þá hefi ég ekki einu sinni orðið verkstjóri og kvænzt Kitty Malone. Heima í Clonmelly var ég sagður einfaldur, og ég efast um, að það hafi verið fjarri lagi. Já, Tim O’ Hara, þú ert einskis verður, þrátt fyrir burði þína.“ Þessar og því líkar hugsanir hvörfluðu að hon- um, þar sem hann skundaði eftir sléttunni. Einmitt þá heyrði hann hljóðið allt í einu. Það var veikt og undarlegt hljóð, varla meira en að hálfu mann- legt. En Tim O’Hara rann á þetta hljóð, því að satt að segja var hann kominn í verulegan bardaga- hug. „Þetta er náttúrlega fögur ung-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.