Dvöl - 01.07.1941, Qupperneq 49

Dvöl - 01.07.1941, Qupperneq 49
D VÖL 207 mey,“ sagði hann við sjálfan sig, um leið og hann hljóp af stað. „Ég bjarga henni úr klóm ræn- ingjanna og svo biður hinn vell- ríki faðir hennar mig — — , en bull og þvaður Það er ekki hún, sem ég ætla að eiga, heldur Kitty Malone. Nei, hann kemur undir mig fótunum fyrir vináttu sakir og þakklátssemi, og þá geri ég Kitty orð — .“ Hann stóð á öndinni af mæði, þegar hér var komið. Er hann kom á staðinn sá hann, að þetta var annað en hann hafði hugsað. Það voru aðeins tveir litlir úlfs- hvolpar, sem léku sér að einhverju litlu og hjálparvana, eins og þeg- ar köttur leikur sér að mús. Full- orðnu úlfarnir eru ávallt á næstu grösum við hvolpana, en Tim O’Hara var í svipinn hugaður sem ljón. „Burt með ykkur,“ hrópaði hann og kastaði til þeirra. Þeir hlupu út í kvöldkyrrðina, og hann heyrði ýlfur þeirra fjar- lægjast — það var ömurlegt hljóð. Tim vissi, að tjaldbúðirnar voru skammt undan og hugsaöi ekki meira um úlfana, en fór að gá að því, sem þeir höfðu verið að leika sér að. Það smaug í gegnum hávaxið grasið, og hann gat ekki séð það. Hann laut niður og tók upp ein- hvern smáhlut, sem hann svo starði á, án þess að trúa augum sínum. Þetta var lítill skór, litlu stærri en skór af ungbarni. Annað var þó enn undarlegra. Skórinn var af annarri gerð en skór þeir, sem búnir voru til í Ameríku. Tim O’Hara horfði undr- andi á skóinn sjálfan og silfur- sylgjuna á honum, og ennþá gat hann varla trúað augum sínum „Ef ég hefði fundið þenna skó heima,“ sagði hann hálfhátt við sjálfan sig, „þá hefði ég undir eins fullyrt, að hann væri af dvergi, og fundur hans ætti að gefa mér vænan gullsjóð í aðra hönd. En hérna getur ekki verið um neitt slíkt að ræða — .“ „Ég verð að biðja þig að gera svo vel og láta mig hafa skóinn,“ sagði veik rödd rétt við fætur hans. Tim O’Hara leit í kringum sig, alveg ruglaður. „Hjálpi mér nú allir heilagir,“ sagði hann. „Er ég dauðadrukkinn eða er ég orðinn geggjaður? Svei mér, ef mér heyrðist ég ekki heyra mannsrödd.“ „Svo var víst, fávísi maður,“ sagði röddin aftur, en nú var hún dálítið gremjuleg. „Ég bið þig aftur um skóinn. Döggvott grasið er kalt.“ „Blómið mitt bezta,“ sagði Tim, sem nú var farinn að trúa heyrn sinni. „Ef þú vildir aðeins sýna þig — “ „Það skal ég gera með glöðu geði,“ sagði röddin, og samstundis kom ofur lítill, gamall maður, með sítt, alhvítt skegg fram úr háu grasinu. Tim sá hann vel í tungls- ljósinu. Hann var aðeins á stærð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.