Dvöl - 01.07.1941, Side 50

Dvöl - 01.07.1941, Side 50
20S við stálpaðan krakka. Og það, sem meira var: klæðnaður hans virt- ist aldagamall, og hann bar smíða- tól í belti við hlið sér. „Þetta er i raun og veru dverg- ur, svo sannarlega sem ég er lif- andi maður,“ hrópaði Tim og reyndi að ná taki á honum. (En það er bezt að segja þér strax, ef þú skyldir vera illa upp alinn, að dvergarnir eru fjölkunnugir og hver og einn þeirra ræður yfir vænum gullsjóði. Það var að minnsta kosti sagt heima á ír- landi. Þar var því haldið fram, að undir eins mætti þekkja dverg- inn á hvíta alskegginu og smíða- tólunum, og ef maður næði tang- arhaldi á honum, yrði hann að vísa manni á gullsjóðinn sinn.) En sá gamli skauzt undan eins og hrökkáll. ,,Er þetta kurteisi Clonmelly- manna?“ spurði hann, og röddin titraði lítið eitt. „Ég ætlaði sannarlega ekki að gera þér mein,“ sagði hann. „En ef þú ert það, sem þú sýnist vera, þá kemur til greina gullsjóður- inn------.“ „Gullsjóður, þó,“ sagði dverg- urinn hljómlausri röddu. „Heldur þú, að ég væri hérna núna, ef ég ætti gullsjóð? Það fór sannarlega allt í ferðakostnaðinn, eins og þú ættir að geta skilið.“ „Ja — ,“ sagði Tim og klóraði sér í höfðinu, því að þetta var ekki ósennilegt. „Það getur nú verið og verið ekki, en------.“ D VÖL „Það er sannarlega hart að- göngu,“ sagði dvergurinn klökkum rómi, — „að fara einmarva til þessara villtu auðna, einungis vegna ástarinnar á Clonmelly- mönnum, og vera svo rengdur af þeim fyrsta, sem talar til mín! Ég hefði átt von á því af Ulsterbúa; en O’Hara-fólkið er héraðssómi." „Já, satt er það,“ sagði Tim O’Hara. „Og það skal ekki verða sagt um þá, að þeir neiti nauð- stöddum einstæðingi um hjálp. Setztu óhræddur niður, litli mað- ur. Ég skal ekki snerta þig.“ „Viltu vinna mér eið að því?“ spurði dvergurinn. „Já, ég sver það.“ „Þá ætla ég að skríða undir frakkalafið þitt. Kuldinn og bleyt- an hérna á sléttunum eru alveg að gera út af við mig. Ó, þessi þreyt- andi flutningur,“ hélt dvergurinn áfram með þungu andvarpi. „Hann er sannarlega ekki eins sæll og af er gumað.“ Tim O’Hara fór úr frakkanum og vafði honum um dverginn. Þá fékk hann tækifæri til að virða hann betur fyrir sér, og dverg- urinn var sannarlega undraverð og aumkunarverð sjón. Andlitið var undarlega barnslegt, þrátt fyrir sítt og hvítt alskeggið, en fötin rifin í tætlur og kinnarnar inn- fallnar af skorti. „Hresstu þig nú upp,“ sagði Tim og klappaði honum á herðarnar. „írinn lætur ekki bugast af neinu smáræði. En segðu mér annars,

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.