Dvöl - 01.04.1942, Page 19

Dvöl - 01.04.1942, Page 19
DVÖL Ö7 Avaxísisaliiui frá Kabúl Eltir Babindranatli Tagorc Margrét Sigurdardóttir þýddi "V/TINÍ LITLA dóttir mín er ákaf- lega málgefin. í raun og veru held ég, að hún hafi ekki þagað eitt augnablik, þau fimm ár, sem hún hefir lifað. Móður hennar þykir þetta leiðinlegt og vill gjarna venja barnið af þessu málæði. En það vil ég ekki. Miní minni er það óeðlilegt að þegja. Ég tala því á- vallt glaðlega við hana. Um daginn, þegar ég var að skrifa seytjánda kaflann í nýju sögunni minni, kom Miní litla til mín, tók í höndina á mér og byrjaði að masa: „Pabbi, hugsaðu þér bara. dyravörðurinn kallar kraga kráku. Hann skilur víst ekki neitt.“ Áður en ég gæti skýrt fyrir henni, hve ólik hin ýmsu tungu- mál væru, var hún farin að tala um annað. „Veiztu það, pabbi, að Bhola segir, að það sé fíll í skýjunum, sem hvæsi vatni úr rananum! Pabbi, þess vegna rignir!“ Meðan ég leitaði að svari, byrj- aði hún á ný: „Pabbi, hvernig er mamma skyld þér:“ „Ástkær systir,“ tautaði ég við sjálfan mig, en mér tókst þó að segja, alvarlegur í bragði: „Faröu út og leiktu þér við Bholu. Ég á svo annríkt.“-------- Glugginn á stofunni minni snýr út að götunni. Barnið hafði setzt við fætur mína og lék sér að því að berja mig í hnéð. Ég var nið- ursokkinn í seytjánda kaflann, þar sem söguhetjan, Protoph Singh, hafði rétt í þessu gripið Kanahan- lota, aðalkvenpersónuna, og var í þann veginn að flýja með hana út um gluggann á þriðju hæð hall- arinnar. Allt í einu hætti Mini að leika sér, hljóp út að glugganum og æpti: „Cabuliwallah, Cabuliwallah!“ Alveg rétt. Þarna labbaði ávaxta- sali frá Kabúl í hægðum sínum. Hann var klæddur hinum víða, tötralega þjóðbúningi þjóðflokks síns. Hann var með háan vefjar- hött á höfði, poka á baki og rú- sínuöskjur í hendinni. Ég veit ekki hvernig tilfinningar dóttur minnar voru, þegar hún sá þenna mann, en hún kallaði á hann hárri raustu. „Nú, já,“ hugsaði ég. „Nú kemur hann og tefur mig.“ í sama mund leit hann við og sá barnið. Þá varð hún hrædd og flúði

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.