Dvöl - 01.04.1942, Síða 19

Dvöl - 01.04.1942, Síða 19
DVÖL Ö7 Avaxísisaliiui frá Kabúl Eltir Babindranatli Tagorc Margrét Sigurdardóttir þýddi "V/TINÍ LITLA dóttir mín er ákaf- lega málgefin. í raun og veru held ég, að hún hafi ekki þagað eitt augnablik, þau fimm ár, sem hún hefir lifað. Móður hennar þykir þetta leiðinlegt og vill gjarna venja barnið af þessu málæði. En það vil ég ekki. Miní minni er það óeðlilegt að þegja. Ég tala því á- vallt glaðlega við hana. Um daginn, þegar ég var að skrifa seytjánda kaflann í nýju sögunni minni, kom Miní litla til mín, tók í höndina á mér og byrjaði að masa: „Pabbi, hugsaðu þér bara. dyravörðurinn kallar kraga kráku. Hann skilur víst ekki neitt.“ Áður en ég gæti skýrt fyrir henni, hve ólik hin ýmsu tungu- mál væru, var hún farin að tala um annað. „Veiztu það, pabbi, að Bhola segir, að það sé fíll í skýjunum, sem hvæsi vatni úr rananum! Pabbi, þess vegna rignir!“ Meðan ég leitaði að svari, byrj- aði hún á ný: „Pabbi, hvernig er mamma skyld þér:“ „Ástkær systir,“ tautaði ég við sjálfan mig, en mér tókst þó að segja, alvarlegur í bragði: „Faröu út og leiktu þér við Bholu. Ég á svo annríkt.“-------- Glugginn á stofunni minni snýr út að götunni. Barnið hafði setzt við fætur mína og lék sér að því að berja mig í hnéð. Ég var nið- ursokkinn í seytjánda kaflann, þar sem söguhetjan, Protoph Singh, hafði rétt í þessu gripið Kanahan- lota, aðalkvenpersónuna, og var í þann veginn að flýja með hana út um gluggann á þriðju hæð hall- arinnar. Allt í einu hætti Mini að leika sér, hljóp út að glugganum og æpti: „Cabuliwallah, Cabuliwallah!“ Alveg rétt. Þarna labbaði ávaxta- sali frá Kabúl í hægðum sínum. Hann var klæddur hinum víða, tötralega þjóðbúningi þjóðflokks síns. Hann var með háan vefjar- hött á höfði, poka á baki og rú- sínuöskjur í hendinni. Ég veit ekki hvernig tilfinningar dóttur minnar voru, þegar hún sá þenna mann, en hún kallaði á hann hárri raustu. „Nú, já,“ hugsaði ég. „Nú kemur hann og tefur mig.“ í sama mund leit hann við og sá barnið. Þá varð hún hrædd og flúði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.