Dvöl - 01.04.1942, Side 24

Dvöl - 01.04.1942, Side 24
102 D VÖL skjóðu sína, og hárið síða var horf- ið Hann var heldur ekki jafn kraftalegur og í gamla daga. „Hvenær komstu?“ spurði ég. „Ég var látinn laus í kvöld.“ Orð hans létu illa í eyru mér. Aldrei hafði ég fyrr talað við mann, sem lagt hafði hönd á náunga sinn. og mér varð bilt við, þegar mér varð þetta ljóst. Mér fannst koma hans eins og vondur fyrirboði. „Við erum að undirbúa veizlu, svo að ég á annríkt,“ sagði ég. „Gætir þú ekki komið seinna?“ Hann sneri sér þegar við til þess að fara, en þegar hann kom fram að dyrunum, hikaði hann: „Gæti ég ekki fengið að sjá þá litlu, að- eins augnablik, herra minn?“ Hann hélt auðsjáanlega, að Miní væri ennþá sama litla stúlk- an, sem hrópaði: „Ó, Cabuliwallah, Cabuliwallah! “ Hann hélt kannske líka, að þau gætu talað saman eins og í gamla daga. Hann hafði meira að segja með sér nokkrar rúsínur og vínþrúgur. Svo algerlega lifði hann í minningunni um liðna daga. Ég endurtók, að við ætluðum að halda veizlu, og í dag gæti hann ekki fengið að tala við Miní. Það var eins og syrti yfir svip hans. Sem snöggvast leit hann á mig, hryggur í bragði. Svo kvaddi hann og fór. Ég fann til meðaumkunar og ætlaði að kalla á hann, en þá sá ég að hann kom aftur af sjálfsdáðum. Hann kom alveg til mín, rétti mér það, sem hann hélt á, og sagði: „Viljið þér fá þeirri litlu þessa smámuni?“ Ég tók við því og ætlaði að borga honum, en hann greip hönd mína og mælti: „Nei, herra, þakka yður fyrir. Viljið þér aðeins minnast mín? En bjóðið mér ekki peninga. Þér eigið litla dóttur, og á mínu heimili á ég einnig dóttur. Ég minnist barnsins míns, þegar ég færi barni yðar þetta. Það ber ekki að þakka mér það.“ Um leið og hann sagði þetta, smeygði hann hendi sinni inn á brjóst sitt og tók þar lítinn, óhrein- an pappírsmiða. Hann lagði hann á borðið og breiddi vandlega úr honum. Á þessum miða var hvorki Ijósmynd né teikning. Þar var að- eins mót lítillar handar, sem hafði verið rennvætt í bleki og lögð á hvítan pappírinn. Þessi mynd af hönd barnsins hans hafði hvílt við brjóst hans, þegar hann ár eftir ár hafði komið til Kalkútta, til þess að selja vörur sínar á göt- unum. Mér komu tár í augu. Ég gleymdi því, að hann var aðeins fátækur ávaxtasali frá Kabúl, en ég aftur á móti var — ja, hvað var ég ann- ars fram yfir hann? Hann var líka faðir. Myndin af hendi litlu dóttur hans í hinu fjarlæga fjallaheimkynni hans, minnti mig á einkabarnið mitt. Ég sendi þegar eftir Miní og skeytti engum mótbárum. Miní kom. Ung og glæsileg, klædd

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.