Dvöl - 01.04.1942, Blaðsíða 24

Dvöl - 01.04.1942, Blaðsíða 24
102 D VÖL skjóðu sína, og hárið síða var horf- ið Hann var heldur ekki jafn kraftalegur og í gamla daga. „Hvenær komstu?“ spurði ég. „Ég var látinn laus í kvöld.“ Orð hans létu illa í eyru mér. Aldrei hafði ég fyrr talað við mann, sem lagt hafði hönd á náunga sinn. og mér varð bilt við, þegar mér varð þetta ljóst. Mér fannst koma hans eins og vondur fyrirboði. „Við erum að undirbúa veizlu, svo að ég á annríkt,“ sagði ég. „Gætir þú ekki komið seinna?“ Hann sneri sér þegar við til þess að fara, en þegar hann kom fram að dyrunum, hikaði hann: „Gæti ég ekki fengið að sjá þá litlu, að- eins augnablik, herra minn?“ Hann hélt auðsjáanlega, að Miní væri ennþá sama litla stúlk- an, sem hrópaði: „Ó, Cabuliwallah, Cabuliwallah! “ Hann hélt kannske líka, að þau gætu talað saman eins og í gamla daga. Hann hafði meira að segja með sér nokkrar rúsínur og vínþrúgur. Svo algerlega lifði hann í minningunni um liðna daga. Ég endurtók, að við ætluðum að halda veizlu, og í dag gæti hann ekki fengið að tala við Miní. Það var eins og syrti yfir svip hans. Sem snöggvast leit hann á mig, hryggur í bragði. Svo kvaddi hann og fór. Ég fann til meðaumkunar og ætlaði að kalla á hann, en þá sá ég að hann kom aftur af sjálfsdáðum. Hann kom alveg til mín, rétti mér það, sem hann hélt á, og sagði: „Viljið þér fá þeirri litlu þessa smámuni?“ Ég tók við því og ætlaði að borga honum, en hann greip hönd mína og mælti: „Nei, herra, þakka yður fyrir. Viljið þér aðeins minnast mín? En bjóðið mér ekki peninga. Þér eigið litla dóttur, og á mínu heimili á ég einnig dóttur. Ég minnist barnsins míns, þegar ég færi barni yðar þetta. Það ber ekki að þakka mér það.“ Um leið og hann sagði þetta, smeygði hann hendi sinni inn á brjóst sitt og tók þar lítinn, óhrein- an pappírsmiða. Hann lagði hann á borðið og breiddi vandlega úr honum. Á þessum miða var hvorki Ijósmynd né teikning. Þar var að- eins mót lítillar handar, sem hafði verið rennvætt í bleki og lögð á hvítan pappírinn. Þessi mynd af hönd barnsins hans hafði hvílt við brjóst hans, þegar hann ár eftir ár hafði komið til Kalkútta, til þess að selja vörur sínar á göt- unum. Mér komu tár í augu. Ég gleymdi því, að hann var aðeins fátækur ávaxtasali frá Kabúl, en ég aftur á móti var — ja, hvað var ég ann- ars fram yfir hann? Hann var líka faðir. Myndin af hendi litlu dóttur hans í hinu fjarlæga fjallaheimkynni hans, minnti mig á einkabarnið mitt. Ég sendi þegar eftir Miní og skeytti engum mótbárum. Miní kom. Ung og glæsileg, klædd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.