Dvöl - 01.04.1942, Side 81

Dvöl - 01.04.1942, Side 81
D VÖL 159 llöf u ii <1 arn i v H. E. Bates er maður tæplega fertugur, fæddur 1905. Þeir, sem bezt eru dómbærir um slíkt. telja hann og L. A. Strong ágætustu smá- sagnahöfunda, er nú eru á lífi í Eng- landi. En auk þess, sem hann hefir ritað aragrúa smásagna, hefir og hann samið langar skáldsögur, þótt ekki hafi hann getið sér viðlíka hrós fyrir þær sem smá- sögurnar. Fátt af sögum Bates mun hafa birzt í íslenzkri þýðingu, þótt langt sé síðan hann hlaut mikla rithöfundarfrægð. Rabindrath Tagore fæddist í Kalkúttu 1861. Faðir hans var leiðtogi í andlegum málum og veitti syni daglegum viðfangsefnum. Og til umhugs- unar getur efni bókar líka verið, þótt ekki sé öllu tekið með barnalegri trú- girni. J. H. sínum mjög gott uppeldi. 17 ára gamall hóf hann háskólanám í Lundúnum. Eftir heimkomuna frá Norðurálfu fól faðir hans honum umsjá jarðeigna ættarinnar. En eigi að síður hneigðist hugur hans að bókmenntum og andlegum hugðarefnum. Tók hann að yrkja og semja heimspeki- rit, bókmenntarit og samtíðarlýsingar, ýmist á bengölsku eða ensku. Áð'ur en langir tímar liðu hlaut hann hina mestu frægð, og voru honum veitt Nóbelsverð- laun árið 1913. Skáldskapur Tagore er þrunginn mann- viti. Sem andlegur leiðsögumaður hefir hann fetað í fótspor föður síns og gert viðleitnina til þess að nálgast guð í hreinum hugsunarhætti og blettlausu líf- erni að grundvallaratriði. Brahma, hinn eilífi, er í öllu, og hann má því alls staðar tigna. En Tagore lét sér ekki þetta nægja. Hann tók einnig mikinn þátt í þjóðernis- baráttu Hindúa. Af menningu Norðurálfu- manna og háttum hafði hann náin kynni, eftir að hafa dvalið þar langdvölum og ferðazt víða um lönd. Hann kom meðal annars tvívegis til Norðurlanda. Tagore andaðist í fyrra. Ýmsar sögur eftir hann hafa verið þýddar á íslenzku, þar á meðal Lífs eða liðin, er birtist í 3. árgangi Dvalar í þýð- ingu Sveinbjarnar Sigurjónssonar mag- isters. Tvær ljóðabækur hans, Farfugla og Ljóðfórnir, hefir Magnús Á. Árnason þýtt á íslenzku. Pentti Haan'pad fæddist í Piippola í Austurbotni 1 Finnlandi árið 1905. Var faðir hans bóndi og jafnframt fréttaritari blaða austur þar. Pentti Haanpáá er maður sjálf- menntaður. Á unga aldri stundaði hann

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.