Melkorka - 01.05.1946, Blaðsíða 5

Melkorka - 01.05.1946, Blaðsíða 5
MELKORKA TÍMARIT KVENNA Ritstjóri: RANNVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR Ritnejnd: Þóra Vigfúsdóttir • ValgerSar Briem • Petrína Jakobsson 1. helti • Maí 1946 • 3. árgangur UM HVAÐ ER KOSIÐ? Eftir Rannveigu Kristjánsdóttur Bæja- og sveitastjórnarkosningar eru ný- lega um garð gengnar. Hinn pólitíski eldur er nú sem stendur hálffalinn, en um það bil sem Melkorka berst ykkur í hendur, mun askan hafa verið tekin ofan af og byrjað að físa að nýju. Eldglæringar persónulegra skamma og reykur pólitískra loforða mun þá brátt hefja sig sem hæst og villa mörgum sýn. Við skulum því meðan tóm er til at- huga um hvað er kosið. Hvað er pólitík? Það eru ekki nema um það bil 30 ár síð- an íslenzkar konur hlutu fullan kosninga- rétt og kjörgengi, og ennþá hættir okkur til að álíta pólitík eitthvað dularfullt og óskilj- anlegt. Okkur dettur ekki í hug, að hvers- dagslegar íhuganir okkar eru flestar hápóli- tískar. Því pólitík er í raun og veru baráttan um það, hvernig skipuleggja á atvinnulífið og skipta arði þess. Um þetta eru aðallega uppi tvær stefnur í heiminum, annarsvegar auðvaldsstefnan, hinsvegar hin sósíalistiska stefna. Þeir, sem fylgja hinni fyrrnefndu stefnu, vilja algerlega frjálst framtak einstaklings- ins og sem minnst afskipti um hvernig af- rakstri þjóðarbúsins er skipt milli þegnanna. Fylgjendur hinnar síðarnefndu vilja aftur á móti skipulagðan þjóðarbúskap og að hverj- um þegn sé tryggður svo mikill hluti arðs- ins, að hann öðlist fullkomið aíkomuöryggi. Utan um þessa tvo hugsjónakjarna hlaðast svo ýmiss konar hugmyndir og lrugsjóna- moldviðri. Stefnu einkarekstursins fylgja flokkar með ýmsum nöfnum (hér á landi Framsókn- arflokkur og Sjálfstæðisflokkur). — Á hina sveifina hallast þeir flokkar, er aðhyllast stefnu sósíalismans, og þeim megin skiptast menn helzt í flokka eftir afstöðu sinni til Rússlands og valdastreitu foringjanna (hér á landi Sameiningarflokkur alþýðu — Sós- íalistaflokkurinn og Alþýðuflokkurinn sam- kvæmt stefnuskrá sinni en ekki samkvæmt pólitík blaða sinna og foringja). Hvoru megin vilt þú nú vera? Telurðu rétt, að allir fái aðstöðu til atvinnu og tæki- færi til þess að afla sér sómasamlegs lífsvið- urværis, eða álítur þú að nokkrum útvöld- um beri allur arðurinn? Við skulum hafa það hugfast að auðurinn er ekki nein ákveð- MELKORICA 1

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.