Melkorka - 01.05.1946, Blaðsíða 23

Melkorka - 01.05.1946, Blaðsíða 23
Hvað verða margar konur í þeim hóp? Eftir Rannveigu Kristjánsdóttur Nefnd, sem gera átti áætlun um hve marga vísinda- og tæknilega menntaða menn myndi þurfa til þess að starfa í helztu atvinnugreinum íslendinga nú og í nánustu framtíð, hefur nýlega skilað áliti. Nefndin telur að á næstu 5 árum vanti 100 verk- fræðinga, 15 húsameistara, 25 háskólalærða búfræðinga, 10—12 veðurfræðinga, 50—60 vélstjóra til þess að stjórna ræktunarvélum og 214 faglærða menn til þess að starfa við fiskiðnað. Þar að auki telur nefndin æskilega tölu- verða aukningu iðngreina í ýmsum greinum, svo sem húsasmíði, trésmíði málmiðnaðar- menn, bifvélavirkja og bifreiðasmiði, þjóna, þernur (hver er munurinn nema í kaup- greiðslu) málara og prentara. Jivað af húsgögnum og geti jafnvel gefið gesti kaffi. — Ég sleppi nú alveg öllurn jreim mútum og fyrirframgreiðslum er þarf að liafa á reiðum höndum, ef nokkur von á að vera að fá þak yfir höfuðið. — Eftir því sem mér er sagt eru engin lög til fyrir Javí að leggja megi slíka sekt á fólk, og allar konur, sem starf hafa utan heimilis hljóta að krefjast Jress að vera sjáll’stæðir skattjregnar. Á pappírnum hefur konan fullt jafnrétti á við karlmenn. Hún á aðgang að öllum menntastofnunum og full pólitísk réttindi, en í atvinnulífinu er hlutur hennar en skarður. Hún fær vinnu sína víða greidda lægra verði en karlmaðurinn. Meðal annars stafar Jretta af því að kon- ur hafa yfirleitt lakari menntun til starfs- ins, og meðal annars af Jrví, að það er orðin hefð að telja vel launuð störf fyrir karl- menn og illa launuð störf kvenleg störf. Eitt öruggasta ráðið til þess að breyta Jressu er Jrví, að kvenþjóðin hefji nú þegar innrás í Jrær starfsgreinar, er karlmennirnir áður hafa helgað sér, og ráðast Jrá ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Þær starfsgreinar, er krefjast háskóla- náms sem undirbúnings, eru mjög vænlegar, Jrví Jaar hefur aldrei verið efast um að konur ættu sömu laun. Iðngreinarnar eru og mjög girnilegar til reynslu, því rnargar þeirra eru runnar frá hinum kvenlegu heimilisstörf- um (bakaraiðn, skraddaraiðn) en störfin urðu bara ókvenleg um leið og Jrau urðu arðbær. Um margar aldir hefur konunni verið talin trú um að hún væri eitthvað lakar af guði gel'in en karlmaðurinn, og enn þann MELKORKA 19

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.