Melkorka - 01.05.1946, Blaðsíða 33

Melkorka - 01.05.1946, Blaðsíða 33
ur giíska and-fasista, sem höfðu öll her- námsárin barizt við erfiðustu skilyrði við fasistana fyrir tilveru sinni. Gjöreyðing Indonesiskra þorpa, sem átti að kenna indonesisku sjálfstæðishetjunum, að hlýða brezkum hernaðaryfirvöldum, talar líka sínu máli. Er svo nokkur furða, þótt manni detti í hug, að þessir valdamenn ætli sér að gera „Bandalag hinna sameinuðu þjóða“ að sama afstyrminu sem þjóðabandalagið sál- uga var á sínurn tíma. Við verðum að minn- ast þess, að þá gat Þjóðabandalagið bannað meðlimum sínum að styðja spánska lýðveld- ið, þegar það barðist við fasismann í sínu landi og fekk aðstoð þýzkra og ítalskra fas- ista til þess að koma Franco til valda. Enn- þá leggja Bretar og Bandaríkjamenn blessun sína yfir Franco á Spáni og segja, að heims- friðnum stafi ekki hætta af ríki hans. Skipt- ir það þó engu máli þótt ennþá séu 400.000 andfasistar í fangelsum fasistanna á Spáni. Egiptar heimta frelsi og sjálfstæði, en vegna þess að Bretar vilja hafa einir yfirráð siglingaleiðanna um Suezskurðinn, þá er kröfum þessarar aldagömlu menningarþjóð- ar ekki anzað, þjóðinni haldið niðri með vopnavaldi. Um sjálfstæðiskröfur Indlands hefur margt verið ritað. Allur heimurinn veit, að Indverjum var lofað sjálfstæði eftir síðasta stríð, en efndir urðu engar. Ennþá eru efnd- ir ekki komnar á í Indlandsmálunum. Rússneska keisarastjórnin hafði olíurétt- indi í íran, en þegar alþýðan tók þar völdin eftir 1917, afsalaði Sovjetstjórnin sér olíu- réttindum gegn því skilyrði, að íranska stjórnin segði öðrum þjóðum einnig upp olíuvinnslu-réttindum í landinu. Þetta hef- ur ekki verið gert. Brezk olíufélög hafa stærstu olíulindasvæðin ennþá og ráða lög- um og lofum í landinu. Nú virðist Sovjet- stjórnin sækja það fast, að íran standi við gefin loforð í þessum málum. Þannig mætti lengi telja upp dæmi, sem sýna okkur, að stórveldin seilast til yfirráða í liverju landinu af öðru, neita þjóðunum um sjálfstæði sitt. Þegar við athugum þetta h.einrsástand, þá er það ekki óskiljanlegt, livers vegna Banda- ríkin ásælast herstöðvar á íslandi. Hitt er furðulegra, að nokkur íslending- ur skuli finnast, senr mæli slíkri ásælni bót. Blöðum bræðraþjóðanna á Norðurlöndunr er tíðrætt unr þetta. Þau ljúka þar öll upp einum munni: fordæma yfirgang Bandaríkj- anna við hið unga lýðveldi. Sænska blaðið Dagens Nyheter gengur svo langt að segja: „Vér viljum í þessu sambandi benda á, að brottför Bandaríkjamanna af íslandi stend- ur enn á óskaseðli Evrópu". Norðurlandaþjóðirnar skilja hvaða örlög bíða þeirrar smáþjóðar, senr er hertekin af stórþjóðum. Þær skilja Jivað er í liúfi. En erunr við þá svona sljó sjálf, að við sjáum ekki hættuna. Blöðin í Reykjavík birtu ekki útvarps- fréttirnar, ummæli Norðurlandablaðanna konru aðeins í einu blaði, Þjóðviljanum. En konur, þetta er einmitt nrál, sem allar konur á landinu geta orðið sammála um, án tillits til alls annars. Við viljunr engin erlend ítök í landinu. Engiir fríðindi geta konrið til nrála, þegar nreta á sjálfstæði landsins. Hefur ekki Jrjóðin gegnunr ald- irnar barizt sinni erfiðu lífsbaráttu við það leiðarljós, að sjálfstæð og fullvalda skyldunr við verða. í niðurlægingu miðaldanna virðist nranni oft ekkert hafa haldið lífi í þjóðinni annað en trúin á sjálfstæðisvilja sinn og vonir. — Konur, hvar senr þið eruð á landinu, lrvar senr þið lreyrið réttlætingu eða uppgjöf fyr- ir þessari ásælni, þá mótmælið. Hver sá þingmaður, sem mælir þessu bót, á skilið alla fyrirlitningu. Látið ekkert blekkja ykk- ur í þessunr nrálunr. Konur, standið vörð unr sjálfstæði landsins. Margar konur fara mcð karlmennina eins og gömul föt: Sumar henda þeim, aðrar venda þeim. — Gepá. MELKORKA 29

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.