Melkorka - 01.05.1946, Blaðsíða 17

Melkorka - 01.05.1946, Blaðsíða 17
endur þar ha£t meiri hljómlistarmenntun til að bera en áheyrendur í þessu landi. Hljómlist virtist vera merkari þáttur í lífi þeirra og þeir skoðuðu liana með meiri al- vörti: Þegar maður er að eðlisfari alvarleg- ur, verður hann snortinn af ]jví sem alvar- legt er. í raun og veru eru létt lög eins konar smjaður. Þau koma fólki í þægilegt skap. Þau skemmta en hrífa ekki. Það eru alvarleg lög sem vekja sálina. En hljómlistarsmekkur hefur breytzt mik- ið hér á síðustu tuttugu árum. Þetta varð öllum ljóst, sem sungu fyrir piltana í hern- um eða verkamennina í hernaðarverksmiðj- unum. Ekkert, hefði verið eðlilegra en að þeif hefðu viljað heyra létt lög. En það kom í Ijós, að það var ekki óvenjulegt að þeir bæðu um lög eftir Brahrns og Schubert. Það var mjög uppörvandi. Án efa hefur útvarpið átt merkan þátt í því að þroska hljómlistarsmekk almennings, en þáttur þess gæti verið langtum stærri. Því að hljómlistarmat almennings stendur á hærra stigi en ýmsir virðast halda. í mörg- um útvarpssendingum væri hægt að flytja æðri hljómlist en gert er og fá með því móti fleiri hlustendur. En ráðamennirnir virðast allt of oft halda, að sendingarnar verði að flytja „niður“ til fólks en ekki „upp“ til þess. En hlusti fólk á einhvers konar liljóm- list, mun það smátt og srnátt krefjast betri og betri tónsmíða. Auðvitað er til fólk, sem aldrei lærir neitt. Ég mun aldrei gleyma atviki, sem kom fyrir á einum af hljómleikum mínum. Á söngskrá voru ýms af fegurstu lögum, sent ég þekki, og eftir söngskemmtunina komu nokkrir af áheyrendum og báðu mig að skrifa nafn mitt á söngskrána. Ung stúlka kom til mín og sagði: „Úr því að ég er nú komin liing- að, J:>á er eins gott að biðja yður að skrifa á söngskrána, en mig langar mest til að vita hvers vegna í ósköpunum þér sunguð ekki „Tlie Chattanooga Choo Clioo!“ “ Enda þótt Marian Anderson skyggnist Marian Anderson mjög um eftir nýjum lögum nútímatón- skálda, eru þó ýmsir Jjættir í hljómlist vorra tíma sem henni geðjast ekki að. Og Jregar ég spurði hana, hvernig henni félli við suma nýju söngvana, þá svaraði hún og brosti breitt: „Ég vil helzt syngja í sömu tónteg- und og undirleikurinn er í.“ Eftirlætislag hennar er „Ave María“ eftir Schubert. „Ég söng J)að í fyrsta skipti, Jiegar ég var að læra í Fíladelfíu," sagði hún mér. „En sé manni ekki fullkomlega ljós merking orðanna, sem hann syngur, þá missir hljóm- listin einnig nokkuð af gildi sínu. Þegar ég lærði „Ave Maríu“ í fyrsta skipti, fannst mér hún tilbreytingarlaus og leiðinleg." Það var ekki fyrr en Marian Anderson kom til Berlínar, og dvaldist J)ar hjá fjöl- skyldu, sem ekki kunni ensku, í Jiví skyni að læra þýzku, að hún reyndi við „Ave Maríu“ aftur. Hún var að undirbúa söng- MELKORKA 13

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.