Melkorka - 01.05.1946, Blaðsíða 35

Melkorka - 01.05.1946, Blaðsíða 35
landi sjálfu. Systir hennar í hinum fjöl- mörgu Asíulýðveldum, sem eru í samband- inu mikla, stóð á ennþá lægra stigi, hún var blátt áfram eign karlmannsins, mátti ekki koma nærri fjölda verksviða og varð að hylja andlit sitt á götum úti. Meðal hennar var lestrarkunnátta hrein undantekning, henni var haldið niðri í fáfræði og vesaldómi, var að öllu leyti fórnarlamb karlmannsins og duttlunga hans. Á einum aldarfjórðungi hafa þessar kon- ur iiafizt til andrúms og aðstöðu, sem ekki á sinn líka meðal vor á Vesturlöndum. Kon- an í Ráðstjórnarríkjunum er orðin jafnoki mannsins, ekki aðeins í orði, heldur og á borði. Og þetta nær ekki einungis til rússnesku konunnar. Hér hefur ekki verið farið að eins og svo mörgurn vestrænum nýlendu- herrum og arðræningjum er tamt: að við- ltalda einokun hins hvíta kynþáttar á fram- förunum. Allir kynþættir og konur allra kynþátta hafa öðlazt hlutdeild í hinni risa- vöxnu uppeldisstarfsemi. Hér er sem sé um ríkjasamband að ræða, sem telur 180 rnill- jónir manna af mismunandi þjóðernum — þar á nteðal nokkrum, sem ekki áttu t. d. neitt ritmál. Þar varð því að hefjast handa um hin allra frumstæðustu undirstöðuat- riði. Hversu þrotlaust uppbyggingarstarf, hvílíkan óhemju kraft og áhuga hefur ekki þurft til þess að koma upp kennurum og bókum og skólum og menningarstofnunum handa slíkum tröllalýð! Hér er um ótriilegt afrek að ræða, sem ekkert annað þjóðskipulag í sögunni heíur innt af hendi á svo skömmum tírna. Lítum nú nánar á stöðu ráðstjórnarkon- unnar. Vil ég þá fyrst taka fram, að hún hef- ur ekki áunnið ser hana i lrinni nýajstöðnu styrjöld. Alla tíð síðan í byltingunni 1917 hafa réttindi hennar verið boðuð og um leið framkvæmd eins og hver annar sjálfsagður lilutur. Ríkið hefur tekið tillit til hinna sér- stöku örðugleika konunnar vegna móðernis hennar, reynt hefur verið að leiðbeina henni á allan liátt, ekki á þá lund að litið væri á barneign hennar sem afbrot, er lient hefði vinnukonu, heldur sem eiginleika, er gæfi henni sérstakt gildi, eins og hún væri sá efni- viður, sem krefðist sérstakrar nákvæmni og umhyggju. í Ráðstjórnarríkjunum hefur því bæði á tímabærara stigi og með allt ann- arskonar ábýrgðartilfinningu, allt öðrum mælikvarða en meðal annarra þjóða verið hafizt handa um alls konar stofnanir til hjálpar mæðrum, eins og leikstofur, dag- heimili, barriagarða, matreiðsluskála fyrir börn og fullorðna o. s. frv. Og með því að konan sjálf á þar einnig sæti í öllum stjórn- arnefndum og ákvarðandi stöðum, þá stækka og batna og þróast þessar stofnanir jafnt og þétt. Konunni er gert kleift að til- einka sig starfi sínu í rólegri fullvissu þess, að vel sé séð fyrir batni hennar. Það hefur verið skilyrðislaust viðurkennt, að án fjár- málalegs fullræðis sé allt tal um jafnrétti einber hégómi. Engin þau störf er að finna (nema þá þau, sem eru mjög heilsuspillandi, einkum sum námavinna), sem ekki standa henni opin til viðfangs, engin þau sæti né stöður, að hún sé ekki þar. Ef vér fyrst lítum á það, sem í ófriðarlandi virðist mikilvægast, hernaðinn, þá hefur konan, eftir því sem mér var tjáð, innt þar stórkostlegt hlutverk af hendi, jafnvel í sjálfri eldlínunni. Alls staðar rekst maður á hana í einkennisbúningi, oft sem liðsforingja og oft með hetjutákn og heiðursmerki á brjósti. Eg hitti t. d. einn kvenforingja og mann hennar, sem var majór! Hann var atvinnu- hermaður, hún í almennu verkfræðinga- deildinni. Verksmiðjunni hennar hafði ver- ið breytt til hernaðarþarfa, hafði lengi verið á bardagasvæðinu, en síðan flutt til Síberíu. Kona þessi hafði unnið svo frábær afrek í skriðdrekaframleiðslunni og við skipulagn- ingu tilflutningsins, að hún hafði sífellt hækkað í tign. Sjálf kvaðst hún vera smiður í bezta lagi og sæmilegur stjórnari. Hún var ákveðin í háttum.en mjög vingjarnleg. Bæði MELICORKA 31

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.