Melkorka - 01.05.1946, Blaðsíða 25

Melkorka - 01.05.1946, Blaðsíða 25
Konurnar og stjórnmálin Eftir Nönnu Ólajsdóttur Það má oft heyra á ungum stúlkum, og raunar konum á öllum aldri, að þær álíta stjórnmál og stjórnmálaumræður ýrnist fyr- ir ofan skilning sinn eða neðan virðingu sína. Þegar konur láta slík mál til sín taka, má oft greina í látbragði hinna, að þessir böðlar velsæmisins hljóti að vera eitthvað geggjaðar og að minnsta kosti séu þær af- taka leiðinlegar. Ef við líturn nánar á Jressa afstöðu, verð- um við að játa, að hún er ákaflega vanhugs- uð. Þjóðfélagið, þessi stofnun, sem stjórn- málin snriast um, er aðeins stækkuð mynd af heimilinu og stjórn Jress jafn nrikilvæg og stjórn heimilisins, og Jrar sem velgengni Jress eða ófarnaður snertir okkar hag jafn rnikið og hagur okkar eigin heimilis er ekk- ert auðsærra en að við látum málefni Jress okkur skipta. Ef við lítum á atvinnugreinarnar yfirleitt, sjáum við að karlmaðurinn hefur gengið inn í allar greinar atvinnulífsins, einnig þær, sem áður voru aðeins taldar kvennaverk. Þetta finnst okkur ekkert athugavert, lield- ur Jrvert á móti, sjálfsagt. Viðhorfið hefur eflaus ekki alltaf verið svo, en nú höfum við vanizt Jrví og nú finnst okkur Jrað eins og Jrað á að vera. Konur í stjórnmálalífinu er sjaldgæft fyrirbrigði hjá okkur og því lítum við þær hornauga, Jregar þeirn bregður fyr- ir. Eins og við Jrekkjum úr daglega lífinu á maður oft erfitt með að sigrast á vananum og þessi afstaða er vani, að vísu nokkuð rót- gróinn, en aðeins vani. Nú er Jrað svo, að konum og körlum er gefinn nokkuð álíka skammtur af skynsemi og hafa Jrví bæði kyn- in nokkuð líka aðstöðu, Jregar hennar Jrarf við. En það er ýmislegt, sem verkar á, þegar skynseminni skal beita, t. d. almenningsálit og vani. Við höfum talið okkur sjálfum trú um og látið aðra liafa áhrif á okkur í sömu átt, að stjórnmái kæmu okkur ekki við. Þarna eigum við að etja við bæði alrnenn- ingsálit og vana — og beitunr ekki skynsem- inni réttilega. I heimilislífinu tekur konan við, þegar maðurinn getur ekki unnið fyrir heimilinu af einhverjum orsökum og þær konur má telja til undantekninga, sem ekki taka fús- lega á sig Jrá ábyrgð og berjast sigursælar við erfiðleika, sem engin meðalmennska dugar við. En . hvers vegna leggur konan ekki hendur í kjöltu sér og liefst ekki að? Ekki var hún kjörin til að sjá heimilinu far- borða. Nei, en hún vill velferð síns heim- ilis og sinna ástvina. Því er hún Jrá svo skeytingarlaus um sitt stærra heimili, þjóðfélagið? Það er tiltölulega stutt síðan að konan öðlaðist kosningarétt og kjörgengi, réttinn til J^ess að liafa áhrif á gang Jrjóðmála. Sá tími hefur reynzt fleirum en henni of stutt- ur til að átta sig á, að stjórnmál eru ekki einkamál nokkurra flokksforingja, heldur hagsmunamál heildarinnar, og almennings- álitið er ennþá hemill, sem illt er að losa. Elve fáránleg vitleysa Jrað er, að okkur komi stjórnmál ekki við, sjáum við undir eins og við athugum sambandið á milli þessara tveo§ja stofnana, heimilisins og Jrjóðfélags- ins. Þá fyrst vegnar heimilunum vel, þegar Jtjóðfélagið er rekið af framfarahug og með hag heildarinnar fyrir augum, og hinsvegar verða heimilin fljótt áskynja um hag ríkis- ins, þegar þessi sjónarmið fá ekki byr meðal þeirra, sem liafa verið valdir til að stjórna. MELKORKA 21

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.