Melkorka - 01.05.1946, Blaðsíða 15

Melkorka - 01.05.1946, Blaðsíða 15
eða Evrópa í andstöðu við Rússland, sem sé heimur sósíalismans. I hverju einasta landi, hvar á hnettinum sem er, þar sem lí£ alþýðunnar er liáð vilja peningamannanna og þeirra, sem eiga framleiðslutækin, í liverju einasta landi þar sem félaus alþýða verður að sækja rétt sinn gegn peningavaldi, er háð baráttan milli kapítalisma og sósíal- isma. Eitt aðalvopn auðvaldsins í Jiessari baráttu er að reyna að beina athyglinni frá Jdví, sem er að gerast heima fyrir og fá all- an hinn svokallaða kapítalistiska heim til J^ess að sameinast gegn ríki sósíalismans í austri. En hér er þess að gæta, að jafn- vel Jió Rússland yrði sigrað í Jressari baráttu, þá er sósíalisminn ósigraður eftir sem áður, hann mun lifa í hverju landi á meðan fólkið sjálft lifir, honum verður Jaá fyrst útrýmt af jörðinni, þegar mannkyninu sjálfu er út- rýmt, Jrví héðan af verður aldrei látin niður falla krafan urn Jrau lífsskilyrði fyrir alla, að hægt sé að lifa Javí lífi, sem mannsæmandi má kallast, borið saman við Jrau gæði, senr jörð Jressi getur veitt öllum sínum börnum. Við stöndum Jrá frammi fyrir Jressum staðreyndum: Veröldin á yfirfljótanlegum auðæfum yfir að ráða á öllum sviðum og vegna tækni vísindanna eru framfara- og lífsþægindamöguleikarnir ótæmandi. — A sama tírna hefur mikill hluti af íbúum jarð- arinnar lifað við hin verstu kjör og nú á síðustu árum við meiri liörmungar en nokk- urt ímyndunarafl getnr upp hugsað. Að stríðslokum liggur Jrað fyrir, að öllu fyrir- komulagi þjóðfélaganna óbreyttu, að fáein- ir útvaldir með hverri }djóð njóti ávaxtanna af blóði og striti milljónanna, en allur þorr- inn hverfi aftur til fyrri kjara: hungurs, at- vinnuleysis og öryggisleysis hins umkomu- lausa manns. En Jrað er einmitt þetta, sem ekki verður Jiolað og aldrei verður Jrolað framar. Það fólk, sem gengið hefur í gegn- um hina skelfilegu þjáningaskírn síðustu styrjaldar, lætur ekki að nýju bjóða sér neina mola a£ nægtaborði lífsins. Verði ekki kröfum þess sinnt, vofa alls staðar yl ir verk- föll og innanlandsóeirðir, hvað sem sam- búð stórveldanna við Rússland líður. Eina vonin um frið á jörðu er Jní í Jrví fólgin, að finna þá lausn á skiptingu heimsgæð- anna, að allt mannkyn geti notið JreiiTa og fengið jafnframt tækifæri til að njóta hæfi- leika sinna á eðlilegan hátt. Og Jætta vanda- mál verður ekki aðeius leyst einhversstaðar úi í heimi, Jrar sem stórhöfðingjar sitja á ráð- stefnu, J^að verður að leysast í hverju landi og hver ábyrgur rnaður að taka sinn þátt í lausn Jiess. Þess vegna er Jiað líka komið undir mér og þér, lesandi góður, hver verð- ur framtíð Jressarar jarðar. Skvifað í marz 1946 Árni: Ég tek aldrei áhyggjurnar heim nieð mér af skrifstofunni. Jón: Ég þarf þess ekki heldur; mínar bíða oftast eftir mér, þegar cg kern heim. ☆ Ung og falleg frú kom einu sinni í banka og sneri sér að gjaldkeranum: Gjörið svo vcl að greiða mér þessa ávísun. Já, frú, svaraði gjaldkerinn, en gjörið svo vcl að skrifa nafn yðar á hana. Hvað, maðurinn minn sendi mér hana, hann er í verzlunarferð. Já, frú, en gerið svo vcl að skrifa nafn yðar aftan á ávísunina, þá sér maðurinn yðar að við höfum greitt yður hana. Frúin gekk afsíðis og cflir nokkrar mínútur kom hún aftur til gjaldkerans með ávisunina, og :i henni stóð: Þín elskandi eiginkona, EÍinl ☆ Gráturinn er athvarf ófríðu konunnar cn cyðilcgging hinnar fögru. — Wilclc. ☆ Karlmenn kvænast af því þeir eru þreyttir, konur af því þær eru forvitnar — hvortveggju verða fyrir von- brigðum. — Wilde. MELKORKA 11

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.