Melkorka - 01.05.1946, Blaðsíða 22

Melkorka - 01.05.1946, Blaðsíða 22
Blaðsöluhonan (teikning eftir Kathe Kolíwitz) Kathe Kollwitz munu halda áfram að lifa sem þungur áfellisdómur á þjóðfélagsskipu- lag, er hrindir þjóðunum út í styrjaldir, liungur og fasisma. Þ. V. FULLTRÚAFUNDUR KVENNA FRÁ NORÐURLÖNDUM Dagana 22.-25. febrúar 1946 var lialdið norrænt kvennamót í Kaupmannahöfn, með fulltrúum frá öllum Norðurlöndum. Fund- urinn var haldinn þessa daga í tilefni af því, að Danska kvenfélagasambandið var um það leyti 75 ára gamalt. Á fundinum mætti, sem fulltrúi frá Kven- félagi íslands, frú Sigríður Magnússon. — Alls konar mál, sem varða réttindi konunn- ar í þjóðfélaginu, voru rædd á þinginu, m. a. hvernig aljrjóðleg samvinna yrði sem bezt sköpuð milli allra kvenna í heiminum. Butrt með hjónabandssektir Eflir Rannveigu Kristjánsdóttur Fljónabandið er talið eitt af mikilvæg- ustu stofnunum þjóðfélagsins og stundum jafnvel heilög stofnun, og þó liggur við því drjúg sekt að gifta sig, ef bæði maðurinn og konan hafa launaða atvinnu. Það er ekki heldur látið nægja að sekta þessi fáráðu lijri í eitt skipti, heldur verða þau að greiða sömu sektina ár eftir ár, eða svo lengi sem konan heldur atvinnu sinni. Lesandi góður, þú lieldur líklega að ég sé að gera að garnni mínu, en það er langt frá því. Það er svo einkennilegt, að um leið og konan er komin í það heilaga, hættir hún að vera sjálfstæður skattþegn og tekjum hennar er slett ofan á það sem eiginmann- inum hefur tekizt að erja saman. En við þessa aðferð yfirvaldanna komast hjónin í miklu hærri skattstiga og útsvarsstiga. Gjöld þeirra verða því mun hærri en þau mundu verða, ef lagt væri á tekjurnar sitt í hvoru lagi. Dæmi: Karlmaður, sem liefur 18000 kr. í árstekjur greiðir skatt og útsvar samanlagt kr. 2992. Kona, sem hel'ur 15000 kr. árs- tekjur greiðir samanlagt kr. 2012. Saman- lögð útgjöld þessara einstaklinga verða þá kr. 5004. En gangi þau í hjónaband verða gjöld þeirra 7203 krónur. Hin árlega sekt fyrir að hafa álpast i heilagt hjónaband verð- ur því 2199 krónur Nú er mjög erlitt að sjá, hvaða fjárhags- legan hagnað þessir tveir einstaklingar hafa af Jrví að rugla sarnan reitunum. Þau þurfa jafn mikið að borða eftir sem áður, því fæstir geta til lengdar lifað á ástinni ein- tómri. Þau þurfa oftast að leggja í töluverð- an kostnað til Jress að koma á fót heimili, Jtví ekki Jjykir sæma annað en þau eigi eitt- 18 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.