Melkorka - 01.05.1946, Blaðsíða 38

Melkorka - 01.05.1946, Blaðsíða 38
margir dómarar. Meðal þeirra dómstóla, sem'ég heimsótti, var meirihluti dómend- anna konur, sem gengu virðulega til verks, liiklaust og með myndugleik. í lögreglunni er mikill fjöldi kvenna. Þá eru margar konur borgarstjórar og formenn í samkundum ríkis og bæja. Marg- ar eru og ráðherrar í stjórnum hinna ýmsu lýðvelda. 5.056 konur eru fulltrúar í hinum ýmsu ráðum, og í Æðstaráðinu, sem er eins- konar þing alls ríkjasambandsins, eru 30 hundraðshlutar taldir vera konur. Ég veit, að það er þreytandi að lesa svona margar tölur og næstum óviðurkvæmilegt að yfirfylla þannig með þeim venjulega blaðagrein. En hvernig á ég að geta látið þann, sem ekki hefur sjálfur séð, skilja að byltingin í lífi konunnar er orðin stað- reynd í Ráðstjórnarríkjunum og að afleið- ingarnar af áhrifavaldi hennar muni bráð- lega koma í ljós. Þegar nú endurreisnarstarf- inu í heiminum skal hrundið af stað að ný- lokinni heimsstyrjöld, þegar nú allra krafta verður þörf til að bæta úr þessari síðustu umturnun menningarinnar, þá eru ráð- stjórnarkonurnar þegar reiðubúnar til að leggja fram sinn skerf, á sama tíma sem vest- rænar konur standa utan við, illa undirbún- ar, óvirkar, síeyðandi orku sinni í ófrjóa baráttu við karlmanninn um sjálfsögð rétt- indi, sem þeir hljóta þó hvort eð er að verða að veita þeim að síðustu. Þýtt úr „Vi“ MELKORKA Tímarit kvenna Afgreiðsla Skólavörðustig 19 Simar 2184 og 5199 Hérmeð gerist ég kaupandi að títna- ritinu Melkorku: Nafn .......................... Heimili ....................... EFNISYFIRLIT Rannvcig Kristjánsdóttir: Um hvað er liosið?......... 1 Þóra Vigfúsdóttir: Laufey Valdimarsdóttir ........... 5 Ingibjörg Benediktsdóttir: ViO andlátsfregn Laufeyj- ar Valdimarsdóttur ............................... 6 Karólína Ziemsen sjötug.............................. 7 Rannveig Kristjánsdóttir: Nýtt starf fyrir konur .... 8 Aðalbjörg Sigurðardóttir: Að leikslokum ........... 9 Marian Anderson'.................................... 12 Gabriela Mistral ................................... 15 Heimsþing kvenna i Paris............................. 16 Kiithe Kollwitz ..................................... 17 Rannveig Krisljánsd.: Ilurt með hjónabandssektir .. 18 Rannveig Kristjánsdóttir: Hvað verða margar konur i jteim hóp? .................................... 19 Nanna Olafsdóttir: Konurnar og stjórnmálin ......... 21 Inga Þórarinsson: Karin Boye........................ 22 Karin Boye: Já, vist er sárt (kvæði)................ 24 Svafa Þorleifsdóttir: Hallveigarstaðir.............. 25 I’etrína Jakobsson: Konur, standið vörð utn sjálfstœði landsins ........................................ 28 Sonja Branling: Ráðstjórnarkonur ................... 30 34 MEI.KORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.