Melkorka - 01.05.1946, Blaðsíða 7

Melkorka - 01.05.1946, Blaðsíða 7
Iivergi fengið leigt. Ef þú nú sættir þig við þetta, en vonar bara seinna, að geta byggt þér hús og eignast bíl, án þess að liugsa nokkuð um alla hina, sem eins er ástatt fyr- ir, ertu íhaldsins. Ef þér hinsvegar finnst allt fólk, sem stundar heiðvirða atvinnu, eins og þú, eiga rétt á því að búa í húsi, ferðu að reyna að brjóta vandamál þetta til mergjar og kemst að þeirri niðurstöðu, að engri áætlun hefur verið fylgt í bygginga- málum, að byggingarefni hefur verið veitt til alls konar lúxus-bygginga án tillits til þarfa, og að byggingar verða óeðlilega dýr- ar sökum þess að vinnukraftur og efni verð- ur ódrjúgt jrar sem eitt og eitt hús er reist hér og J}ar. Og að lokurn kemstu að þeirri niðurstöðu, að bæjai'- og sveitarfélög eigi að reisa liús og gera það samkvæmt áætlun um fólksfjölgun. En með þeirri niðurstöðu for- dæmir þú einkaframtakið og ert orðin sós- íalisti. Þú ert lnismóðir í blóma lífsins og býrð í íbúð, og vilt helga börnum þínum og heimili alla krafta þína. En heimilið er að verða þér of erfitt. Laun manns Jríns lirökkva ekki til Jress að greiða laun starfs- stúlku. Þú getur ekki heldur fengið þér Jwottavél, ryksugu, kæliskáp né bónvél og hrærivél eins og heildsálafrúin liinumegin við götuna. En live mikið heldurðu, að Iiefði mátt lramleiða af slíkum áhöldum í stað- inn fyrir öll Jrau eyðingarvopn, sem notuð liafa verið síðustu árin, Jregar ein sprengja kostar álíka mikið og Háskóli íslands? En nú orsakast stríð meðal annars af Jrví, að einkaframleiðendur hagnast meira af því að framleiða skotvopn en heimilisáhöld, Jrví framleiðslan miðast ekki við þarfir al- mennings, heldur sköpun arðs. Kaupgeta al- mennings í hinum stóru iðnaðarlöndum er ekki nægilega mikil og Jiess vegna hefst kapplilaup um nýlendur og erlenda mark- aði og kapphlaupið leiðir af sér styrjöld. (Hitler hugsaði sér að eyðileggja iðnað allra Evrópuríkjanna, láta Jrau svo framleiða hrá- vörur handa Þýzkalandi og kaupa iðnaðar- vörur frá Þýzkalandi. Á þann hátt áttu þýzk- ir iðjuhöldar og yfirþjóðin að auðgast). Þetta væri ef til vill afsakanlegt, ef fá- tækt sumra væri skilyrði Jiess að aðrir auðg- uðust, en nú er Jrví ekki þannig varið. Ég veit, að þú ert ekki svo meinsöm, að þú viljir taka öll fínu áhöldin af stöllu Jsinni hinumegin við götuna, Jdví að J)ú veizt með sjálfri J)ér, að hún er í raun og veru allra bezta manneskja. En hinsvegar áttu svo mik- ið af heilbrigðri skynsemi, að þér finnst mesta fjarstæða að láta framleiðslufyrir- komulagið koma í veg fyrir ])að, að Jrú og þínir líkar geti einnig orðið slíkra gæða að- njótandi. Ef þú hugsar þannig, ertu sósíal- isti. Þú ert guðhrædd og siðavönd kona, og þú skilur ekki, að börn þín skuli spillast og fara allt aðrar götur en Jjú hafðir ætlað. Þú hafðir alið Jrau upp samkvæmt kærleiks- boði kristindómsins — elska skaltu náung- ann eins og sjálfan þig. En í stað þess að fylgja ])ví, liafa ])au notað skynsemi sína og séð, að í auðvaldsþjóðfélaginu lifa menn samkvæmt reglunni — eins danði er annars líf — og svo hafa j)au orðið ófyrirleitin og kippa sér nú ekki upp við alls konar svindl. Hið hversdagslega líf í })jóðfélagi einka- rekstursins ber í sér andstæðu kærleiksboðs- ins, vegna Jjess að Jrað byggist á skefjalausri samkeppni. í hinu sósíalistiska Jjjóðfélagi myndu börn Jjín hafa fylgt boðorðinu um náunganskærleika, því þar byggist atvinnu- lífið á j)ví, að eins líf er annars lif. Þú ert atorkusöm sveitakona, sem aldrei hefur fallið verk úr hendi og Jrér finnst unga fólkið frámunalega hugsunarlaust og af- kastalítið. Ég veit líka, að þú ert sanngjörn kona, og ef J)ii lítur í eigin barm, hefur þú verið svona atorkusöm af því þér 3»efur allt- af fundizt þú vera að vinna fyrir þig og þína og þér hefur jafnframt fundizt bú Jritt vera landstólpi. Og þó stritið hal'i oft á tíðum MELKORKA 3

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.