Melkorka - 01.05.1946, Blaðsíða 26

Melkorka - 01.05.1946, Blaðsíða 26
Því er það ekkert smáræðis atriði fyrir kon- urnar, að þær leggi lóð sitt á vogarskálar þjóðmálanna, þeim megin sem þær telja að hagur almennings, og þar með sjálfra sín, sé borinn fyrir brjósti. En það er ekki nóg, við verðum að fá konur inn á þing og í stjórn. Það er heilagur réttur okkar, sam- kvæmt öllum lýðræðisreglum. Konan hefur sýnt sig sem ábyrgan félaga mannsins um heimilið og í stjórnmálum mun þátttaka hennar verða engu minna virði. Þeirri jrátt- töku hefur verið hafnað frarn að Jressu. Karlmennirnir hafa talið sig hafa ráð á því, en J:>að ber vott um furðanlega óhagsýni og sýnir litla meðvitund um afl sameiginlega átaksins. Það eru mistök, sprottin af þröng- sýni og hleypidómum, að eggja ekki kon- una lögeggjan að leggja sinn skerf til Jyjóð- mála. Þar er hennar sæti við hlið mannsirls. Greindar og góðviljaðar konur á þingi og í stjórn mundu áreiðanlega orsaka þá breyt- ingu, sem flestir óska eftir. Nú fara í hönd kosningar til Alþingis. Konurnar liafa þegar gert kröfu um eitt ör- uggt sæti á listum stjórnmálaflokkanna. Ekki eru nú kröfurnar miklar, eða markið sett liátt. Eru Jrær Jm fullur helmingur kjós- enda í landinu. Ekki þurfa Jrær að óttast vanmátt sinn, Jrví að ekki liafa Jjeir allir, blessaðir karlmennirnir á þingi og í stjórn, reynzt Jrær kempur, að ekki megi skipa sæti þeirra eins vel. Og ekki Jrurfa karlmennirn- ir að hræðast að við viljum alveg byggja J^eim út. Við höfum aldrei gert kröfur til að sitja yfir annarra hlut, lieldur aðeins að verða jafnréttháar, sem J)j (')ðfélags])egnar. Nú fer voldug kvenfrelsishreyfing um löndin; konurnar vilja eiga sjálfar þátt í stjórn sinna landa. Stríðið hefur kennt J^eim margt, en við höfum sloppið við Jrann lærdóm. Sýnum að við getum orðið hugs- andi manneskjur, án þess að ganga í gegn- urn slíkan lireinsunareld. KARIN BOYE Eftir Ingu Þórarinsson Kunnasti rithöfundur Svíjrjóðar er kona — Selma Lagerlöf. Önnur skáldkona sænsk, Anna Maria Lenngren (f. 1754) á miklum vinsældum að fagna enn í dag. Og á síðustu áratugum eru ]:>að einmitt kvenrithöfund- ar, sem hafa átt sölumetin á bókamarkaðin- um. Karin Boye var þó ekki — sem betur fer — ein þeirra, sem ritaði metsölubækur, til þess er hún of sérstæð. Ritdómararnir sögðu, að hún væri gædd karlmannlegri skarp- skyggni og dómgreind. Það átti að vera mik- ið lof! Mér hefur aftur á móti alltaf fundizt hún sannur fulltrúi kvenjrjóðarinnar. Kon- an hefur oft meiri tilhneigingu til að lóita þeirra verðmæta, sem ekki verða mæld og vegin, en karlmennirnir. Þetta á Jdó einkum við um þær konur, sem lieldur kjósa að fara sínar eigin götur, Jdó grýttar séu, en að ganga hinn greiðfæra meðalveg hjónabands og heimilisstarfa. Æliferill Karinar Boye var erfiður, Jró að svo virtist ekki í fljótu bragði. Llrin var fædd árið 1900, fyrsta barn foreldra sinna og Jrví áreiðanlega kærkomið barn. Og jafnvel J)ó að börnin yrðu fleiri, var hún áfram óska- barnið. En hún var viðkvæmari en almennt gerist. Það, sem öðrum Jrótti engu máli skipta, þjáði hana oft óskiljanlega mikið. Þó segja vinir hennar, að hún hafi verið glað- 22 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.