Melkorka - 01.05.1946, Blaðsíða 20

Melkorka - 01.05.1946, Blaðsíða 20
HEIMSÞING KVENNA í PARÍS Hið nýja Alþjóðabandalag kvenna var stofnað i'ormlega á kvennaþinginu í París 26.—30. nóvember, af 250 fulltrúum 42 landa. Þarna voru konur frá ólíkustu lönd- um og jjjóðum fastákveðnar að taka hönd- um saman og berjast með samtökum sínum fyrir varanlegum friði og lýðræði í heimin- um, því allar þessar konur höfðu á einn eða annan hátt tekið þátt í baráttunni móti fas- ismanum á síðastliðnum sex árum og með „fórnum og tárum áunnið sér nýja pólitíska skynjun, nýja sannfæringu um ábyrgð gagn- vart þjóðfélaginu". Það eru frönsku konurnar, sem liafa átt frumkvæðið að stofnun þessa nýja alþjóða- bandalags kvenna. A stríðsárunum myndað- ist leynilega hið volduga franska kvenna- samband, sem telur nú, eftir að það er farið yrkja. Nokkur minningarkvæði um hinn látna unnusta fengu verðlaun í bókmennta- samkeppni árið 1914, og brátt urðu kvæði hennar þekkt um allan liinn spönskumæl- andi lieim. Gabríela Mistral liefur aðeins gefið út þrjár bækur. Hin síðasta (1938) var gefin út til ágóða fyrir spönsk börn, sem liðið höfðu neyð í borgarastyrjöldinni. Hjalmar Gullberg hefur þýtt nokkur kvæði hennar á sænsku af mikilli snilli og voru þau gefin út ásamt fleiri þýðingum í bókinni Sángen om en son (1944). Gabríela Mistral er fimmta konan, sem hlýtur bókmenntaverðlaun Nobels. Aðrar eru: Selma Lagerlöf (1909), ítalska skáld- konan Grazia Deledda (1927), Sigríður Und- set (1929) og Pearl S. Buck (1939). að starfa frjálst, langt yfir eina milljón með- lima. A fyrsta þingi þess, sem haldið var eftir styrjaldarlokin í júní í sumar og þar sem fulltrúar frá Englandi, [úgóslavíu, Ítalíu, Spáni, Kína, Belgíu og Sovétríkjunum voru saman komnir, var kosin undirbúnings- nefnd til að vinna að alþjóðasamtökum kvenna. Sú undirbúningsnefnd samþykkti einróma baráttustefnuskrá, sem meðal ann- ars beitti sér fyrir tryggingu lýðræðisins í öllum löndum og hlífðarlausri baráttu móti fasisma í hverri mynd, og að konur fengju óskorin réttindi. Og framar öllu var lögð áherzla á að vinna af alefli fyrir varanleg- um friði. Á heimsþinginu í París í nóvember voru svo, eins og áður er getið, 250 fulltrúar ým- issa landa, sem fóru með umboð fyrir kring- um 81 milljóna kvenna af öllum þjóðfélags- stéttum. Margir af fulltrúunum eru heims- kunnar konur, eins og Dolores Ibarruri — la Passionaria (eldsálin) — kvenhetjan úr spönsku borgarastyrjöldinni. Hún upplýsti á fundinum, að í spönskum fangelsum sætu Ifi MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.