Melkorka - 01.05.1946, Blaðsíða 8

Melkorka - 01.05.1946, Blaðsíða 8
verið mikið, hefur þú oftast nær séð ein- hvern árangur. En afkastaleysi unga fólks- ins nú á dögum stafar einmitt oft af því, að því finnst árangurinn enginn verða. Oft get- ur það ekki betur séð en það sé einhver annar en það vildi, sem auðgast á vinnu þess, og því finnst vinnuaðferðir svo gamal- dags að verulegur árangur rnuni aldrei nást. Æskan er gjörn til efasemda, en ötul, þegar hún trúir á að liægt sé að ná þráðu mark- miði. Nú sem stendur skortir æskuna trú, af því hún eygir ekkert markmið, sem henni er samboðið. Oll heilbrigð æska er gjörn til kapphlaups og hún leitar þeirra leiða, er liggja að settu marki. Ofyrirleitni æskumað- urinn, sem aðeins hugsar um eigin hag, er fljótur að auðgast, af því hann spyr ekki að leiðum, en hinn sem ber þrá í brjósti til þess að láta eitthvað gott af sér leiða, vinna fyrir aðra um leið og hann vinnur fyrir sjálfan sig, sér fljótt, að viðleitni lians verð- ur oft allt öðrum að gagni en hann hafði ætlað. Hann verður kaldhæðinn og við- kvæði lians: „Það er svo sem sama.“ Stund- um finnst honum liann jafnvel vera mann- leysa og skammast sín fyrir að geta ekki los- að sig við þær hugmyndir um heiðarleik, er iionum voru innrættar í æsku. Félagi lians er Jrað gerði, á nú hús, bíl og sumaibústað, en hann sjálfur verður að hýrast í yfirfull- um bragga, Jró hann luifi alltaf verið ötulli til vinnu. í samvirku þjóðfélagí öðlast æskan sam- eiginlegt markmið. Hún veit, að tilgangur allrar vinnu er að skapa verðmæti öllum til handa, bæði sér og öðrum. Þar eygir hún markmiðið og getur J^reytt kapphlaup við sjálfa sig og aðra, til þess að auka afköst framleiðslutækjanna. Slíkt kapphlaup er æskunni samboðið og Jjar öðlast hún aftur trú á lífið. Ef þú viðurkennir Jietta, ertu sósíalisti. Þér mun verða sagt . . . Ef til vill ertu mér sammála um allt hið ofanskráða, en svo mun })ér verða sagt: Framleiðslufyrirkomulag sósíalismans er ef til vill ekki svo galið, en sósíalismi þýðir einræði og ofbeldi og sósíalijstar í öllum löndum óska þess eins, að hjálpa Rússlandi til Jress að leggja undir sig heiminn. Rússneska stjórnarbyltingin var blóðug, en Jrað var franska stjórnarbyltingin líka. Franska stjómarbyltingin braut niður léns- skipulagið og greiddi götu hins borgaralega lýðræðis. Borgaralegt lýðræði komst síðan á í flestum öðrunr löndum á friðsaman hátt. A sama Iiátt brýtur rússneska byltingin veldi kapítalismans og ryður veginn fyrir ríki sósíalismans. Nú eru allir hættir að tala um það, að hið kapítalistiska framleiðslu- fyrirkomulag og hið borgaralega lýðræði tákni ofbeldi, þó það hafi fæðzt í ofbeldi. Nei, allur áróðurinn gegn Rússlandi staf- ar ekki af því, að menn raunverulega trúi Jrví, að sósíalismi hér eða í Englandi t. d. Jaýði ofbeldi og einræði, heldur hinu, að þeir óttast að missa valdaaðstöðu sína og einka- réttindi, en vita sem er, að ríki sósíalismans hefur gefið alþýðu manna um allan heim hugrekki til Jjess að standa á rétti sínum og sækja fram til sigurs. Þeir vita, að ef Jjeim tekst að drepa Jiá trú, hefta Jjeir um leið sókn allra þeirra, sem ekki vilja Jrola ein- ræði auðmagnsins. • Rússar eru að leggja undir sig heiminn, mun Jrér verða sagt, og Jress vegna verður þú að vera Jjví fylgjandi, að Bandaríkja- menn fái herstöðvar á íslandi. Einhver hluti verzlunarstéttarinnar mun telja sér liagkvæmast að verzla við Ameríku og reynir svo að koma Jjví inn hjá Jjjóðinni að hún geti ekki orðið fjárhagslega sjálfstæð í viðskiptum við Evrópu. Ég veit ykkur mundi aldrei detta í hug að giftast afdönk- uðum karlfauskum af þeirri einu ástæðu, að þið þyrðuð ekki að reyna að sjá fyrir ykkur sjálfar, og Jjess vegna hljótið Júð að fordæma slíka afstöðu. En jafnvel Jjó þið efizt um ut- anríkispólitík Rússa og ykkur Jjyki leitt, að J>eir skuli ekki sjá sér fært að láta öll hin kapítalistisku ríki sigla sinn sjó, er Jjó varla 4 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.