Melkorka - 01.05.1946, Blaðsíða 21

Melkorka - 01.05.1946, Blaðsíða 21
ennþá 400 þúsund andfasistar og sýndi það meðal annars, að fasisminn væri ekki upp- rættur, þó að styrjöldinni væri lokið. Fjöldi mála var tekinn fyrir á þinginu, en aðalmálin voru baráttan gegn fasisman- um og fyrir heimsfriðnum, aðstaða kvenna í fjárhags- og atvinnumálum og ákveðin krafa um sömu laun fyrir sömu vinnu. Þriðja aðalumræðuefni fundarins var börn- in og barnauppeldi. Fulltrúinn frá Júgó- slavíu, frú Milochevitch, sagði frá því, að í lendi hennar hefðu 1 milljón 685 þúsund konur og börn farizt í styrjöldinni, og af þeim börnum, sem eftir lifðu, væru nærri 100% berklasmituð. Fundurinn lagði einn- ig mikla áherzlu á að treysta vináttusam- bönd milli kvenna um allan heim og glæða skilning þeirra á því, hvílíkt afl alþjóðasam- tök kvenna eru í baráttunni fyrir nýjum og betri heimi, og hve djúptæk áhrif þau geta haft á stjórnmálin á alþjóðlegum vettvangi. Einn fulltrúanna komst svo að orði, að kon- urnar væru byrjaðar að mynda sterkan hring kringum jörðina og liver og ein kona gæti hjálpað til, að þessi hringur yrði stærri og sterkari og órjúfanlegur. Þ. V. KATHE KOLLWITZ Fregnir haí'a borizt um það, að hin fræga þýzka listakona Káthe Kolhvitz hafi dáið úr hungri í grennd við Dresden 72 ára gömul. Nafn þessarar listakonu er þekkt um all- an hinn menntaða lieim. Myndir hennar og teikningar voru þung ádeila á’hið óréttláta og miskunnarlausa auð- valdsskipulag, og með list sinni reyndi hún að opna augu samtíðar sinnar fyrir böli fátæktar, atvinnuleysis og styrjaldar. Hún var því þyrnir í augum alls aftur- halds, og þegar nazisminn komst á í Þýzkalandi, voru öll verk hennar, þau sem náðist í, brennd, og hún sjálf varð að fara huldu höfði. Öll stríðsárin hefur lítið sem ekkert frétzt af lienni, en nú hefur ekki alls fyrir löngu þessi fregn borizt um liinn sorglega dauðdaga hennar. En verk Franskar konur ganga fylktu li&i undir sigurbogann i París MELKORKA 17

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.