Melkorka - 01.05.1946, Blaðsíða 16

Melkorka - 01.05.1946, Blaðsíða 16
MARIAN ANDERSON Þegar sjaldhafnarfortjöldin í Town Hall voru dregin frá sviðinu fyrir réttum tíu ár- um, sáu áheyrendur hávaxna, granna stúlku hjá stórri slaghörpu. Amerísk söngkona, víð- kunn í Evrópu en nánast ókunn í fóstur- landi sínu, var að hefja söngskemmtun sína. Henni var spáð lítilli giftu, því að hún hafði fótbrotnað á leið sinni frá Evrópu. Enginn af áheyréndunum hafði grun um, hvað Marian Anderson hafði í huga, hversu mjög hún þjáðist. Fyrri söngskemmtanir hennar á sama stað höfðu aðeins vakið litla atliygli. Hún var ákveðin í því, að þetta kvöld skyldi fósturland hennar veita henni viðtöku. Meðan hún dvaldist á fyrsta tón- inum í Heilsun Hándels í næstum því hálfa mínútu, gleymdist henni sársaukinn. „Því,“ sagði hún, „þegar maður syngur, er hann svo niðursokkinn í að skynja geðshræringu tónskáldsins og ti'dka ltana fyrir áheyrend- um, að hann gleymir sjálfum sér.“ Henni tókst svo vel að gleyma sjálfri sér, að eftir hljómleikana kölluðu gagnrýnendur hana „æðstu hofgyðju söngsins“. \ kvöld mun Marian Anderson endur- taka þessa söngskrá sína, og syngja enn einu sinni söngva eftir Hándel, Schubert, Verdi og Sibelius, ásamt flokki af negralögum. Rödd hennar .hefur þroskazt á þessum árum. Hún er orðin heimsfræg, og þó er lítillæti eitt helzta sérkenni Jiennar. Þetta var greinilegt, þegar hún kom á vinnustofu mína fyrir skömmu og sagði mér sitt hvað um ævi sína. Hún var stundum hikandi, eins og hún bæðist jafnvel afsökun- ar á sjálfri sér. Hún forðaðist til hins ýtr- asta að nota fornafnið ég. Þau lofsyrði, sem um liana hafa verið sögð, hafa ekki fyllt hana af hroka né breytt henni svo mjög frá litlu stúlkunni, sem fæddist og ólst upp í negrahverfi í Suður-Fíladelfíu. Þegar maður hlustar á hana tala, verður honum Ijóst að í huga hennar er engin gremja vegna þess ranglætis, sem hún hefur orðið að þola, ekkert af þeirri gremju, sent kom Ríkarði Wright til að skrifa bók sína Surtur (Black boy). Þeir örðugleikar, sem hún hefur orðið að sigrazt á í heimi hljórn- listarinnar, hafa ekki fyllt hana hörku. Lið- in niðurlæging og vanvirðing er gleymd, og hún h'tur niður á alla hleypidóma, skoðar þá sem afleiðingu fáfræði fremur en haturs. Hún er hávaxin, tíguleg kona með mik- inn yndisþokka og jafnvægi í skapi, hún hef- ur skaphöfn, sem hrífur við fyrstu kynni. Þegar hún er í jafnvægi, er breitt andlit hennar með háum kinnbeinum alvarlegt og virðulegt, en þegar hún syngur fyllist það af eldi og þegar hún talar, leiftrar það af fjöri. En stundunt má sjá snöggan sársauka streyma upp í stór, ljómandi augu hennar. Hún á enga fordild til. Htiri er hrein og bein og skrumlaus. Daginn setn við höfðum mælt okkur mót kom hún fyrir tímann, og var í því ólík öðrum söngvurum. Þegar hún var búin að taka ofan hattinn, gekk hún að speglinum og snyrti á stöku stað slétt, svart hárið. Það var enginn hægðarleikur að fá Mari- an Anderson til þess að tala um sjálfa sig. Hún hló stundum vandræðalega, þegar ég lagði fyrir hana spurningu, en hún varð ó- feimnari þegar við ræddum um hljómlist yfirleitt. „Mér virðist," sagði hún, „að þegar ég kom í fyrsta skipti til Evrópu, hafi áheyr- 12 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.