Melkorka - 01.11.1955, Blaðsíða 3

Melkorka - 01.11.1955, Blaðsíða 3
MELKORKA TÍMARIT KVENNA Ritstjórn: Nanna Ólajsdótlir, ReykjahlíB 12, Reyhjavik, simi 3156 ■ Þóra Vigjúsdóttir, Þingholtsstrœti 27, Reykjavilt, simi 5199 Útgefandi: Mál og menning HERDÍS JAKOBSDÓTTIR Fyrir röskum tveim Aratugum var ég stöcld á kvennafundi í Reykja- vlk. Á bekk fyrir framan mig sezt há, grönn og höfðingleg kona, sem heilsar sessunaut mínum, Laufeyju Valdimarsdóttur, með svo hlýju brosi að mér fannst geisla um mig um leið. hessi kona vai Herdís Jakobsdóttir, sem ég sá þá í fyrsta sinn. Árin hafa liðið, en engin sýnir okkur betur en Herdís, sem okkur er sagt að hafi orðið 85 ára í sum- ar, að það er hægt að vera ungur og brennandi í andanum þótt árin færist yfir. Bros hennar er alltaf jafn hlýtt og geislandi. Áhuginn fyrir réttinda- og menningarmálum jafn heitur og vakandi. Fram á þcnnan dag hefur hún tekið virk- an þátt í margvíslegum félagsmál- um kvenna, sótt fundi öðrum konum betur og hefur með fordæmi síiiu þar eins og og öðru fleira hvatt hinar yngri til að vera vakandi fyrir þeirn réttindamál- unr, sem konur þurfa enn að heyja baráttu fyrir. Því þótt 40 ár séu liðin síðan íslenzkar konur fengu kosn- ingarétt og kjörgengi til Alþingis, verða þær enn þann dag í dag að berjast fyrir jafnsjálfsögðu réttindamáli sem því, að konur fái sömu laun fyrir sömu vinnu. Konurnar sem á áratugunum fyrir og eftir aldamót fylktu sér til eldheitrar baráttu fyrir þcim réttindum sem nútíma íslcnzka konan nýtur og lögðu krafta sína fram í menningar- og sjálf- stæðisbaráttu ]>jóðar sinnar, eiga okkar dýpsta þakklæti og aðdáun skilið. Þegar Bríet Bjarnhéðinsdóttiir ltóf sitt mikla brautryðjandastarf kvenréttindamála hér á landi þá vitum við að margar af gáfuðustu og víðsýnustu konum þeirra tíma fylktu sér undir merki hennar. Nöfn þeirra þekkjum við flest og öll viLum við einnig að í þeirra hópi var Herdís Jakobs- dóttir. Nú finnst okkur það eins og saga aftan úr grárri forneskju að þessar konur urðu fyrir andúð <>g jafnvel ofsóknum fyrir að krcfj- ast þess að konur fengju kosninga- rétt og aðgang að skólum og menntastofnunum eins og karl- menn. Kvenfrelsisbaráttan var þvi nátengd menningar- og frelsisbaráttu þjóðarinnar og því hefur Herdís Jakobsdóttir ekki lært á skólabekk hina stórbrotnu sögu þjóðarinnar frá aldamótahvörfum, heldur lifað hana sjálf frá því hún ólst upp í föður- garði hjá föður sínum, hugsjónamanninum og braut- ryðjandanum Jakobi Hálfdanarsyni. Hérdísi er menningaráhugi og viðsýni í blóð borin. í því sambandi má geta þess að hún var ein af stofnend- um Menningar- og friðarsamtaka isl. kvcnna þegar það félag var stofnað fyrir nokkrum árum og ein af þeim konum sem skrifaði í fyrsta hefti Melkorku, tímarit Herdis Jaliobsdóttir. MELKORKA 67

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.