Melkorka - 01.11.1955, Blaðsíða 12

Melkorka - 01.11.1955, Blaðsíða 12
ÞAÐ DAGAR 1‘að er verið að brjóta í blað. Mannheim- ur befur breytt svo um yfirbragð, að fáir myndu [rekkja liann fyrir sanra og fyrir árí. Það er eins og tími málamiðlana og tilslak- ana sé risinn. Sjálf stríðsglósan er orðin að tuggu, sem engan safa gefur lengur. Og menn anda léttar. Þó að deilur verði með ríkjum eru menn ekki haldnir dauðans ótta, krafan um friðsamlega lausn deilumála er svo fastmótuð, að annað kemur ekki til á- lita. Gegnum heimsfriðarhreyfinguna, fjöl- mennustu samtök sem nokkru sinni hafa starfað, Iiafa menn fylgzt betur með gangi málanna en áður hefur átt sér stað og má vafalaust eigna þessum samtökum ekki svo lítið í sambandi við breytt ástand. Nærri er undravert hve breytingin hefur orðið mikil á stuttum tíma. Menn geta vel hugsað sér að ræða samtök vinstri aflanna í þjóðfélaginu, sem var óhugsandi fyrir nokkrum mánuðum síðan. Kommúnista- grýlan, sem nær allur hinn vestræni heimur stóð í sífelldum bardaga við — og fyrir, nótt sem nýtan dag, í öllum hugsanlegum mynd- um, með öllum jreim vopnum sem nútíma áróðurstækni getur fremst upphugsað, er allt í einu orðin svo meinlaus og litlaus og blóðlaus, að aðeins Joeir sem aldrei lesa neitt nema neðanmálssögur og tarzanteiknimynd- ir, halda að hún sé enn við heilsu: Það er nærri grátbroslegt, að svo gríðarlegt ferlíki, að sínu leyti ekki minna í sniðum en sjálfur myrkrahöfðinginn þegar liann var upp á sitt bezta, skuli hafa misst svo skyndilega allan mátt, að þess löglegu foreldrar standa bara eins og glópar og vita ekki hvað þau eiga að gera við hendurnar á sér. Og livar á nú að bera niðri eftir nýjum uppvakningi? Þrátt fyrir að hin vestrænu menningarríki liafa lagt svo gífurlega orku í að magna heimsdrauginn, kommúnistagrýluna, hefur ekki fengizt vörn við þeirri þróun, að ný- lenduríki heimsins eiga sífellt örðugra með að halda yfirráðum sínum yfir frumstæðum og ekki frumstæðum þjóðunt. Þær þola nú ekki lengur, að maturinn sé lrá þeim tekinn og reikningsskil standa yfir við ránsmenn- ina og kúgarana í hverju heimshorni. Ný- lenduveldin, sem flest telja sig til vestrænna menningarríkja, heyja úrslitabaráttuna fyr- ir viðhaldi ræningjamennsku sinnar og er jafnvonlaus og slík barátta umkomuleys- ingja í vestrænu þjóðfélagi. Nýlendur og hálfnýlendur „eru enn ekki svo þroskaðar, að þær geti stjórnað sér sjálfar." Þetta kveð- ur ævinlega við þegar málefni slíkra landa ber á góma, hvort heldur er á fundum Sam- einuðu þjóðanna eða í ómerkum dagblöð- um. ísland gat ekki stjórnað sér sjálft að á- liti íslenzkra afturhaldskurfa og danskra yf- irráðaseggja 20. aldar. Fram á 20. öld voru konur ekki nógu þroskaðar til að hafa áhrif á stjórn þjóðfélagsins og í mörgum löndum eru konur enn ekki álitnar færar um það. Við Jrekkjum sóninn alltof vel. Árið 1949 var haldinn mikill fundur Asíukvenna. Þar kom þetta fram: „Ný- lenduveldin græða óhemju á auðævum Asíulanda. Þau ræna auðlindum vortim, hinum dýrmæta ávexti jarðarinnar, öllum svokölluðum hernaðarlega mikilvægum efn- um, öllum arði vinnu vorrar. í staðinn færa þau oss sífellt hungur, ólýsanlega eymd, hræðilega sjúkdóma, fáfræði og arðrán.“ Svona lýsa Asíubúar sjálfir stjórn vestrænna menningarríkja. í einni skýrslu Sameinuðu þjóðanna má lesa: Einn þriðji hluti mann- kyns fær tilskilinn hitaeiningafjölda í dag- 76 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.