Melkorka - 01.11.1955, Blaðsíða 4

Melkorka - 01.11.1955, Blaðsíða 4
/ N óskar öllnm lesendum sinum <jle$ile<jfia jóla \__________________________________________/ kvenna. Eins og kunnugt er var hún unt tuttugu ára skeið fonnaður Sambands sunnlenzkra kvenna og lét til sín taka þar um margvísleg umbótamál, og um margra ára skeið beitti hún sér at alhuga fyrir stofnun hús- mæðraskóla að Laugarvatni. Ein samstarfskona henn- ar komsl svo að orði í afmælisgrein að brennandi ætt- jarðarást og mannkærleikur hafi alla tíð mótað athafn- ir hennar og starf. Eftirfarandi viðtal átti Melkorka við Herdísi í tilefni afmælisins í sumar: Ég er fædd á Grímsstöðum við Mývatn 5. ágúst 1870, ólst þar upp til átta ára aldurs, en þá flutti faðir minn, Jakob Hálfdanar- son, með fjölskyldu sína til Húsavíkur. Við vorum sjö systkinin sem komumst til full- orðins ára. Eins og kunnugt er var faÖir minn einstakur liugsjónamaður og braut- ryðjandi kaupfélagsstefnunnar hér á landi, enda var hann alla tíð blásnauður af þessa heims gæðum og fórnaði öllum kröftum í þágu þeirrar hugsjónar sem hann barðist fyrir. Um skólamenntun okkar barnanna var því ekki að tala, þó fór elzta systir mín á kvennaskólann að Laugalandi og ég ogAðal- björg systir mín fórum til Danmerkur um aldamótin og dvöldumst þar nokkurn tíma. Þótt við systkinin ættum þess ekki kost að sitja mörg ár á skólabekknum, var mér snemma ljóst hvílíkt uppeldisgildi Jrað hafði að alast upp undir handarjaðri föður míns. Það var skóli út af fyrir sig að lieyra hann ræða áhugamál sín, og hinar nýju stefnur sem voru aðskjóta upp kollinum iiér heima, við sveitunga sína og samstarfsmenn. Við ólumst upp í andrúmslofti stórra framtíðar- drauma. Mér er óhætt að segja að öll fjöl- skylda okkar fylgdi föður mínum að málum og lagði alit í sölurnar, svo að hann gæti gefið sig að hinu erfiða brautryðjendastarfi hins nýstofnaða kaupfélags. Ég man að mamma sagði stundum þegar þröngt var í búi: Þú hugsar ekkert um l^örnin Joín; en eigi að síður var hún honum samhent og skildi hann vel. Mér vildi Jrað happ til að ég skrifaði snemma góða rithönd og fór því fljótt að hjálpa föður mínum við skriftir og afgreiðslu. Á heimili okkar var mesti gesta- gangur og erill frá morgni til kvölds eins og á hóteli, en þó vannst föður mínurn oft tírni til að lesa fyrir okkur, og ef hann var mikið þreyttur tók hann í prjóna; honum fannst Jrað hvíla sig bez.t. Hann lagðist aldrei fyrir á daginn. Mannréttindi og jafnaðarmannahugsjón- in voru mikið rædd á heimili mínu. Faðir minn var fulltrúi á Aljringi Jrjóðhátíðarár- ið 1874 þegar nýjum áfanga var náð í frels- is- og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og varð fullur af eldmóði fyrir umbótum og menn- ingarmálum. Kynntist pú eltki snemma kvenréttinda- eða kvenfrelsisbaráttunni? Jú, þeim málum kynntist ég tiltölulega mjög snemma, því Bríet Bjarnhéðinsdóttir varð kennslukona lijá Guðjonsen 1896 og er mér óhætt að fullyrða að flestum frístund- um sínum hafi hún varið heima hjá okkur. 68 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.