Melkorka - 01.11.1955, Blaðsíða 24

Melkorka - 01.11.1955, Blaðsíða 24
Hann stóð ttpp og fór. Ég náfölnaði, hljóp út úr skýlinu og hróp- aði: Félagi Vang Feng-Kvej! Félagi Vang Feng-Kvej! Hann nam staðar, en sagði ekkert, ég ekki heldur. Eftir nokkra stund spurði ég hann: Hvenær komstu hingað af akrinum? Hvers vegna sá ég aklrei til þín? Ég fór hringferð, sagði hann. Við hlógum bæði. Þú ert menntaðri en ég, Jdú ættir að verða mér hjálplegur við nám, ég reyndi að setja í mig kjark. Ég er nú ekki heldur mikið menntaður, svaraði hann. Jú, ég veit það. Hvernig veiztu það? Sagðirðu ekki áðan að Jdú Jjekktir mig ekki? Mikill leiðindakarl ertu! Að' hlæja að mér! Sjá-jún, fyrir tveimur árum langaði mig að tala við þig. Þú veizt eins og ég . .. Ég vissi hvað hann ætlaði að segja, en var of feimin til Jress að geta hlustað á það, þess- vegna greip ég fram í og sagði: Það fer að stytta upp, ég verð að flýta mér heim. Ég Friðarhöll í Híroshima I Hiroshima hefur nýlega verið haldið mikið friðar- þing í tilefni af því, að 10 ár eru liðin frá því að atóm- sprengju var varpað yfir borgina í fyrsta sinn. Talið er að 70.000 manns hafi farizt og 130.000 særzt, en japönsk stjórnarvöld telja þó þessar tölur hafi verið miklu hærri. Markmið hinnar endurreistu borgar er að gera hana að miðdepli í friðarstarfi heimsins, og hefur borgin ver- ið liyggð upp með það fyrir augum. Hin mikla friðar- höll tekur 2500 manns og friðartorgið framan við höll- ina rúmar 20.000 manns. Hernámsyfirvöldin hafa þrátt fyrir margvísleg mistök, unnið mikið að því að afmá endurminninguna um þjáningar Hiroshimabúa. I því skyni hefur skólum, bókasöfnum, íbúðum handa ekkjum, sjúkrahúsum og öðrum mannúðarstofnunum borizt miklar gjafir frá Bandarfkjunum. í friðarsókn heimsins munu sterk öfl vinna að þvl að gera Hiroshima að voldugum minnisvarða yfir hryðju- verk, sem aldrei mega endurtaka sig. yfirgaf byrgið og hann hélt ekki aftur af mér. Varla hafði ég farið nema nokkur skref þegar ég varð þess vör að einhver kom fram bak við skýlið. Þetta var þá mamma. Skórnir hennar voru útataðir í moldarleðju og hálrn- kúfurinn var nærri floginn af ferðinni sem á henni var. Hún var náföl af reiði og staf- urinn titraði í hendi hennar. Röddin var hás er hún byrjaði að rausa, Hví fórstu ekki heim, stelpubjáni? Hvern- ig gaztu staðið úti í rigningu og talað við strák — ókunnan strák! Þú leiðir skömm yfir mig og heimilið með Jressu framferði. Ég ]>ekki vel skapgerð mömmu. Hún mundi versna um allan lielming ef ég færi að svara henni. Þessvegna Jragði ég og fór lieim. Ég skipti um föt, náði mér í eitthvað að borða með hugann alltaf hjá Feng-Kvej. Þegar mamma kom inn fór hún aftur að ávíta mig. Ég fór út og sagði forseta Kvenfélagsins alla söguna. Hún sagði við mig: Sjá-jún, ef j:>ér er alvara með þetta, skal ég hjálpa þér, vertu óhrædd. Nú skal ég segja þér, að pabbi dó þegar ég var sex mánaða gömul, en bróðir minn var þá fimm ára og mamma 27 ára gömul. Hún var ein að berjast áfram með okkur tvö börnin í eftirdragi í átján erfið ár; og verða svo að leita aðstoðar annarra um margskon- ar hjálp, það var enginn leikur. Á Iiverjum nýársdegi áður en við fórum að borða, setti hún alltaf sérstakan disk með brauðhleifum handa pabba. í meðvitund hennar var pabbi alltaf lifandi. Oft kom ég að henni grátandi. Enginn efast um ást hennar á okkur systkinunum. En hún geng- ur með talsvert af hlægilegum og úreltum hugmyndum. Fyrir nokkrum árum vildi hún fá konu handa bróður mínum'. Hann lagði áherzlu á að velja sér lífsförunaut sjálfur, að öðrum kosti mundi hannyfirgefa heimilið. Mamma lét undan síga og leyfði lionum að velja um þrjár stúlkur af frjálsum vilja. 88 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.