Melkorka - 01.11.1955, Blaðsíða 5

Melkorka - 01.11.1955, Blaðsíða 5
Hún hafði unun af að tala viðföður minn. Bríet liélt því þá strax fram eins og oft seinna að karlmennina þyrfti hún fyrst og fremst að vinna til fylgis við jafnréttismálið og fá þá til að skilja að hæfileikar konunnar væru bundnir í dróma þar til hún fengi jafnrétti í þjóðféláginu. Fannst þér ekki forustuhœfileikar Brietar koma fljótt i Ijós? Ég tel að frá því hún hélt fyrirlestur sinn ] 887 „um menntun kvenna“ í Reykjavík sem vakti geysilega athygli þar sem þetta var í fyrsta sinn að kona hélt opinberan fyr- irlestur, — haf’i hún tekið forustuna í því að íslenzkar konur fengju jafnrétti við karl- menn. Ég vil taka fram að það þótti ekki beint „fínt“ í þá daga að fylgja Bríeti að málum. Það var eitthvað áþekkt því að vera kommúnisti eða sósíalisti nú á dögum. Það var 19. júní 1915 sem lögin urn kosninga- rétt kvenna gengu í gildi eins og kunnugt er. Og þó þar hafi merkum áfanga verið náð eftir hatramma og skelegga baráttu mætra kvenna, þá varð Bríet eins og margar fleiri konur, sem áttu sér bjartar vonir í sambandi við jafnréttislöggjöfina, fyrir vonbrigðum um það, hve konur reyndust tómlátar að nota frelsi sitt og knýja fram algert jafnrétti. Þessvegna eru mörg réttindamál kvenna í dag aðeins pappírsréttindi eins og t. d. jafn- réttið í launamálum, og það eftir að við liöf- um haft kosningarétt í 40 ár. — Sá eldmóður og dirfska sem einkenndi forvígiskonur kvenréttindamálanna á fyrstu tugum aldar- innar virðist vanta tilfinnanlega daginn í daa;. o Varst, þú ekki ein af stofnendum Kvenfé- lags Husavikur? Jú, og við allar systurnar. Það var stofnað 1895 og var fyrsti formaður þess frú Elísabet prestsfrú á Grenjaðarstað. Ólafía Jóhannes- dóttir, bróðurdóttir Benedikts sýslumanns, dvaldist oft hjá frænda sínum og má segja að fyrir hennar áhrif og atbeina hafi félagið verið stofnað sem deild úr hinu íslenzka kvenfélagi, en það barðist eins og kunnugt er fyrir stofnun innlends háskóla. Félagið okkar á Húsavík barðist fyrir allskonar um- bótamálum, hannyrðakennslu og síðar trjá- rækt. Ég kenndi handavinnu eftir að ég kom heim frá Danmörku, aðallega vefnað, og 1916 var ég styrkt af heimilisiðnaðartéiag inu til að halda handavinnunámskeið, sem var einn liður í menningarstarfsemi kven- félaganna, en þeim fjölgaði óðum í landinu. Ég tel að eftir að konur fengu almennan kosningarétt og kjörgengi í bæjarmálum 1908 hafi þær almennt farið að hugsa meir út í jrjóðfélagsmál, þótt jrað væri „ó- kvenlegt". Það var sterkur áróður í þá daga gegn kvenréttindamálum, það voru hjálpar- og líknarstörf, sem þóttu þá aðeins við hæfi góðra kvenna. Hve lengi varstu formaður Sambands sunnlenzkra kvenna? Ég var formaður þess í 20 ár, frá því það var stofnað 1928. Námskeið voru haldin á veg- um þess árlega og lét Sambandið ýms mál til sín taka. En einkum var það stofnun hús- mæðraskóla á Suðurlandi sem var efst á baugi. Okkur fannst vera kominn tími til að Suðurlandsundirlendið eignaðist full- kominn skóla fyrir væntanlegar húsmæður. Ég bar rnikið fyrir brjósti að skólinn yrði staðsettur á Laugavatni. Ég aðhylltist þá stefnu að liafa húsmæðraskólana í sambandi við héraðsskóla, taldi að með því tækist bet- ur að útvega góða kennslukrafta að skólan- um, sund og íþróttir hægt að stunda þar sem slíkir skólar voru fyrir, en ekki að einangra þá eins og margar mætar forvígiskonur þess- ara mála vildu gera. Þegar Bjarni á Laugavatni liófst handa með að byrja á húsmæðrakennslu þar á staðnum 1942, spurði hann stjórn sambands- ins hvort við hefðum nokkuð við það að atlniga. En frá okkar bæjardyrum séð var skynsanrlegra að byrja í smáum stíl og jrreifa sig áfrarn, heldur en að ráðast strax í miljónabyggingu og binda sér bagga sem allt mundi svo sliga. Nú er glæsilegur hús- 69 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.