Melkorka - 01.11.1955, Blaðsíða 15

Melkorka - 01.11.1955, Blaðsíða 15
RANNVEIG LINDAL r Rannveig Líndal lorslöðnkona I óvinnuskólans A Svalliarðseyri anclaðist 15. júlí sfðastl. ;i heitnili sínu Lækjamóti í Vfðidal, 72 ára að aldri. Þótt hádagur lífs hennar vteri runninn kom andlát hennar mjög á óvart vinum hennar og öllum sem til þekktu, því hún var mitt í starfi og önn dagsins. Síðustu níu árin var Rannveig forstöðukona og kenn- ari við Tóvinnuskólann á Svalbarðseyri, eða frá því að Halldóra Bjarnadóttir, ritstjóri, réðst í að stofna hann 1946, en áðurhafði Rannveig stundað margþætt kennslu- störf. Hún var kennari við húsmæðraskóla bæði á Blönduósi og Staðarfelli. Var barnakennari bæði i Nor- egi og íslandi, og á vegum Búnaðarfélags íslands dvaldi hún um tveggja ára skeið í Grænlandi. 1 fimm ár ferð- aðist hún um sein kennari á námskeiðum fyrir Samband norðlenzkra kvenna. Rannveig Líndal naut mikillar persónulegrar hylli í starfi sínu sem kennari, var virt og metin að verðleik- um og ekki hvað sízt fyrir sjaldgæfa mannkosti og hjartaþel. Hún var góðum gáfum gædd og á öld hat- ramms áróðurs og blckkinga var hún ein af þeim sem hélt vöku sinni og vildi ævinlega f öllum málum hafa það sein sanuara reyndist. Konur þær sein nutu kennslu hennar og handleiðslu á námskeiðum sambandssvæðis norðlenzkra kvenna, minnast hennar allar á einn veg, með þakklæti og virð- ingu. í bréfi til Melkorku skrifar norðlenzk kona, Auður Jónsdóttir, Ólafsfirði, í tilefni af andláti Rannveigar: „Þegar Rannveig var hér á vegum Kvcnfélagasambands- ins, kenndi hún frá kl. 9—12 á morgnana handavinnu, frá kl. 1—7 matreiðslu og á kvöldin tók hún okkur all- Mater dolorosa Eftir Þorstein Valdimarsson Maria ber i blómalaut, er blánar kvöld um vor, reifasvein, og rósaskraut rís i hennar léttu spor; og söngvum bliðum sefast' kviðinn um heiða nótt: Sól er á hliðum. Sofðu rótt. Maria sveipar mild og föl í mýkstu skýjalin drenginn sinn — en döggin svöl dreyrg i grccnum stakki skín og rósum friðum roðna pyrnar um hljóða nótt. Sól er á hliðum. Sofðu rótt. Barnsins blundi pýðum bregða mun fyrr en varir skjótt, heims af harmi stríðum hjartað gerast þungt og mótt. Sól er af hlíðum. Sofðu rótt. __ ar sem gátu nokkuð sungið og kenndi okkur tvirödduð lög. Svo mikinn dugnað sýndi hún í öllu þessu og svo mikla óeigingirni að ég dáðist að henni. Hún var fram- úrskarandi réttlát, gáfuð og góð kona og frjálsleg í skoðunum." Þannig mun þessarar norðlenzku merkiskonu verða minnzt af ótal fleirum, sem átlu þess kost að njóta til- sagnar hennar og návistar. Einnig þeir sem þekktu hana lítt og mest af orðspori, finna að skarð er fyrir skildi við fráfall hennar. Af því má ef til vill nokkuð marka hverskonar kona Rannveig Líndal var. Hún var systir hóndans og vísindamannsins Jakobs Lfndal og var borin til hvíldar við hlið bróöur síns í ættargrafreitnum á Lækjamóti. Þ. V. MELKORKA 79

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.