Melkorka - 01.11.1955, Blaðsíða 23

Melkorka - 01.11.1955, Blaðsíða 23
mig roðnaði hann og stóð eins og dæmdur. Sjang-gvej rau£ fyrst þögnina: frændi, hvað þýðir þetta orð hérna? Hann leit í bókina og svaraði: Það þýðir kornhýði. Svo fór hann þegjandi út. Sjang-gvej liló að vandræðaskap hans. Nú var ég búin að fá vitneskju um að hann er frændi hennar og fulltrúi Norðurþorpsins í æskulýðsfélaginu. Og svo er hann líka menntaður maður. Þegar ég hafði veitt þessar upplýsingar hjá Sjang-gvej hló hún líka að mér. Um síðasta uppskerutíma var ég að slá maís á akrinum. Það hvessti snögglega og gerði steypiregn. Ég leitaði því skjóls í tágu- skýli við melónuakur. En hvað heldurðu að ég sjái? Hann er þá kominn þar. Einkenni- legt að hann skyldi fara þangað. Ég stóð fyrir utan með ákafan hjartslátt. Það rigndi látlaust. Úr skýlinu heyrðist lág rödd: gerðu svo vel að koma inn, ég verð fyrir utan, sagði hann brosandi en dálítið feimnislega. Þegar ég hafði setzt inn, settist hann einn- ig yzt í skýlinu, en sneri bakinu að mér. Þannig sátum við bæði og þögðum. Alltaf rigndi og ekkert útlit fyrir uppstyttu. Ég hugsaði um liann sem afbragðs mann. Átt þú ekki heima { Norðurþorpinu? spurði ég loksins. Af hverju leitarðu hingað í skjól? Hann varð vandræðalegur og stamaði: Vegna þess . . . það er nær . . . heldur en Norðurþorpið. En þú veizt að það er ekki nær. Nei, ekki nær, en mig langaði til að koma hingað, sagði hann hlæjandi. Ég gerði mér nú vel Ijóst hvað fyrir hon- urn vakti, en spurði þó enn: Af hverju lang- aði þig að koma hingað? Ég bara vildi það, svaraði hann. En ástæðan er þó einhver? Ástæðan er . . . Er hvað? spurði ég. Ert þú! Ég varð vandræðaleg og hálf óttaslegin við svarið. Kinvevsha dansmeyjan sem iwin til Reyhjavikur meö listamannanefndinni i sumar. V________________________________________/ Ég man enn, eins og það hefði skeð í gær, er hann sleit upp grasstrá, tuggði það og kastaði frá sér og sagði: Mig langar að tala við þig. Tala við mig, þó ég þekki þig ekkert? sagði ég. Er það nú víst að þú þekkir mig ekkert? Auðvitað. Ég veit ekki einu sinni hvað þú heitir. Höfum við ekki sézt áður? Við höfum að vísu sézt, en aldrei orðið kunningjar, svaraði ég. Eg veit að þú heitir Dsaug Sjá-jún. Jæja, en ég þekki þig ekki. Láttu ekki svona, og ég lézt vera reið. Eftir nokkrar mínútur sagði hann: Gott og vel, ef þú þekkir mig ekki er víst bezt að ég fari. MELKORKA 87

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.