Melkorka - 01.11.1955, Blaðsíða 22

Melkorka - 01.11.1955, Blaðsíða 22
Það barst með blænum Kinversk saga eftir Cin Gau-jang Á hlýjum vormorgnum, þegar sólin.varp- ar mildum geislum sínum gegnum þoku- slæðuna og gróðurangan hinna víðlendu akra leggur að vitum okkar, skynjum við bezt sköpunarmátt náttúrunnar, og fagnað- arsöngvar stíga upp frá brjóstum okkar. Það var einn þessara unaðsríku daga, að mér varð reikað með bók í hendi út að þreskistöð suður af þorpinu þar sem ég átti heima. Eg liallaði mér upp að hárri sátu og fór að lesa. Handan við limgirðinguna var ávaxta- garður með blómgandi ferskjutrjám. Allt í einu Iieyri ég tvær kvenraddir frá grænmetisgarðinum. Þú veizt að við höfum jarðarpart norðan- vert við þorpið, nokkuð langt frá húsinu okkar. Ég sá liann oft vera einan úti á akrin- um, beint á móti okkur um vor- og haust- annatímann. Augu okkar mættust öðru livoru, en hvor- ugt yrti á annað. Samgöngur voru engar milli þorpanna, þess vegna þekktumst við ekki, en hugsuðum því meir um hvemig nánari kynni mundu geta tekizt. Einhverju sinni, sem oftar, var ég að vinna úti á akri. Ó, hvað það var notalegt þegar fór að hvessa, það skrjáfaði í blöðum trjáplantnanna og vindurinn var sem hress- andi svaladrykkur. Ég rétti úr mér, studd- ist fram á arfasköfuna og hrópaði: Ho-vei! Blástu vindur, blástu! Ho-vei! Hugsaðu þér hvað skeði! Á akrinum á móti rétti hann einnig úr sér og horfði í áttina til mín. Ég roðnaði og leit undan. Þá endurvarpaði hann til mín: Ho- vei! Blástu vindur, blástu! Ho-vei! Æ, hlæðu nú ekki að næsta atriði. Ég lét sem ég heyrði ekkert, en fór bara að vinna. í annað skipti fór ég á fulltrúafund í æskulýðsfélaginu. Fundurinn var haldinn í borginni, en ég komst ekki af stað fyrr en komið var undir kvöld. Þú veizt hvað hún mamma getur stund- um verið leiðinleg. Hún vildi ekki að ég færi, en bannaði mér það þó ekki. Hún sá um að ég væri alltaf önnum kafin við hitt og þetta. Þegar ég hafði lokið öllu sagði hún: Barnið mitt, þú ert orðin þreytt; ég fer að hella á teið handa þér. Ég beið með- an hún hitaði vatnið og hugsaði um hvað hún mundi nú næst ætla mér. Eftir nokkra stund sagði hún: Hversvegna þarftu endilega að fara í dag? Það er orðið framorðið. Farðu heldur á morgun . . . Ég þoldi ekki mátið lengur, en rauk burt án þess að kveðja. Þegar ég loksins komst til borgarinnar, fór ég beint í fundarsalinn. Hvílíkur mann- fjöldi! En ég kom strax auga á hann í mann- fjöldanum. Taktu ekki fram í fyrir mér. Ég vissi ekki að hann er fulltrúi Norðurþorps- ins. Ég vissi ekki svo mikið sem nafn hans. Þó fann ég liann strax í mannfjöldanum. Finnst þér það ekki einkennilegt? Hann leit á mig. Ég sneri mér við til þess að ná í sæti. Svo hann er þá einnig æskulýðs- félagi, hugsaði ég, mjög frjálslyndur maður. Frá þessari stundu hefur hann ekki vikið úr hjarta mínu. Einu sinni kom ég til Vang-Sjang-gvej til þess að kaupa baunahlaup. Ég hafði bók með mér. Meðan við erum að lesa í bókinni, kemur einhver inn. Þetta var þá hann. Þegar hann kom auga á 86 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.