Melkorka - 01.11.1955, Blaðsíða 7

Melkorka - 01.11.1955, Blaðsíða 7
Smávegis frá alþjóðaþingi mæðra í Lausanne E£tir Drifu Viðar íslendingar hafa verið svo heppnir að eiga ekki í styrjöld öldum saman. Stríð hefur ver- ið svo fjarri okkur, að haft er eftir gamalli konu, þegar farið var í stríð á meginland- inu: „Að þeir skuli vera að þessu, það endar með því þeir drepa einhvern." Líka hefur heyrzt þessi setning: „Blessað stríðið," því það gaf okkur peninga í aðra liönd, án þess hér væri barizt. Ekki er svo vel að notast megi við þessar setningar öld eftir öld, stríð eftir stríð. Ef til stríðs kemur núna, eftir allan þann styrjald- arundirbúning sem við höfum orðið svo á- takanlega vör, getum við verið þess fullviss að hvorki verður tangur né tetur eftir af íslendingum. En sökum þess að við kjósum að lifa og verða langlíf í landi voru, þá verð- um við að berjast gegn styrjaldarundirbún- ingi sem ekkert getur haft í för með sér ann- að en tortímingu. Við verðum að mótmæla öllum aðgerðum sem hjálpa styrjaldaröflun- um en styðja þau samtök sem berjast gegn þeim. Sameinuð höfum við mikið vald en sundruð megum við oss ekki mikils. Friðarþingin hafa til þessa verið „gegn almenningsálitinu", af því að flest dagblöð- in reyna mjög að gera þeirra málstað sem liæðilegastan og varla af öðrum sökum en þeim að dagblöðin eiga annarra hagsmuna að gæta. Þegar fólk sem vinnur að þessum sameig- inlega málstað hittist, ber það saman ráð sín, heyrir hvað öðrum líður og segir frá sér, fer svo aftur hver til síns heima, von- betra en fyrr, styrkara en fyrr og getur unn- ið áfram að málefninu í sínu heimalandi í þeirri vissu að það standi ekki eitt, að fylgzt melkorka sé með starfi þess, árangri og vonsvikum, auk þess sem það hefur fengið nýjar hug- myndir og aukinn skilning og víðsýni. Alþjóðasamtök lýðræðissinnaðra kvenna héldu eitthvert stærsta og mesta þing sem haldið hefur verið í júlí síðastliðið sumar. Var það haldið í Lausanne í Sviss og fóru tveir fulltrúar frá íslandi, Ása Ottesen, vara- formaður Menningar- og friðarsamtaka ís- lenzkra kvenna, og undirrituð. Ég hef orðið einna hrifnust af því fólki og þeim málefnum sem ég hef kynnzt við þessi tækifæri á þeim tveim þingum sem ég hef átt kost á að sitja. í bæði skiptin hef ég orð- ið fyrir vonbrigðum að koma aftur i „mann- heim“, þar sem hin mikilvægustu og merk- ustu málefni í heimi eru „gegn almennings- álitinu". Á þetta þing sem haldið var í Lausanne í Sviss dagana 7.—10. júlí komu konur og mæður frá öllum heimi. Þeir persónuleikar sem stóðu að þinginu voru svo sterkir og miklir og eldheitir að enginn þarf að efa það, að hreyfingin er borin uppi af mestu og beztu konum heims og hlýtur svo mikið og gott málefni sem þetta að fara sigurför um allan heiminn innan skamms. Ég held þessi hreyfing eigi erindi til svo margra og sé slík tímans þörf, að eftir nokkur ár verði hún búin að smeygja sér allstaðar inn þar sem jarðvegur er fyrir réttlæti og almenna skynsemi. Þingið taldi um 1200 fulhrúa fyrir utan blaðamenn og gesti. Ég hef aldrei verið við- stödd jafnmiklar hugarhræringar, því konur sóttu þingið úr nýlendunum svo og þær, sem 71

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.