Melkorka - 01.11.1955, Blaðsíða 17

Melkorka - 01.11.1955, Blaðsíða 17
ÞING Alþjððíi Rvoiiréítindasainbansdsiiis haldið i tilefni hdlfrar aldar afmœii þess. Þing Alþjóða kvenréttindasambandsins var haldið á Ceylon dagana 17. ágúst til 1. sept. síðastl. Sambandið var stofuað í Berlín 1904 og var hálfrar aldar afmælis þess minnzt með því að halda þingið í Austurlöndum og vekja þar eftirtekt á réttindabaráttu kvenna. Þingið sátu 108 fulltrúar frá 26 þjóðum, en í Alþjóða kvenrétt- indasambandinu eru 38 þjóðir. Tvær íslenzkar konur sátu þingið, frú Sigríður J. Magnússon formaður Kvenréttindafélags íslands og Hólmfríður Jónsdóttir kand. mag. frá Isafirði. Kjörorð jnngsins var :sömu réttindi og skyldur karla og kvenna, og í baráttunni fyrir auknum réttindum kvenna í Austurlöndum lagði þingið áherzlu á að al- menn upplýsingastarfsemi og kennsla í lestri væri fyrsta sporið. íslenzku fulltrúarnir sögðu í blaðaviðtali að fátækt almennings í austurálfu væri mjög mikil. Á Ceylon er engin sjúkrahjálp til né félagslegar tryggingar. Konur hafa þar lítil réttiudi, þótt þær hafi haft kosningarétt siðan 1930. Hólmfríður Jónsdóttir flutti erindi á þinginu í um- ræðum um menntamál, og einnig sýndu íslenzku full- trúarnir myndir frá íslandi, m. a. frá starfsemi hús- mæðraskóla og jurtalitun. Á leiðinni heim kom frú Sigríður J. Magnússon við i Nýju Dehli og Akra í Indlandi, fór þaðan til Bombay og síðan heirn. um á meðan börnin eru í uppvexti, verður samhliða að gefa gaum að vaxtarþörf og vaxtarþrá konunnar. Hún verður, eftir efnum og ástæðum, að hafa frjálsar hendur með það, að byggja upp heimilið að innan, þá vex hún einnig upp með því. Og sizt af öllu ætti þjóðfélagið að gleyma þvi, að auðsýna viðeigandi virð- ingu sál heimilanna. En á sömu stundu sem handhafar valdsins vilja það, að heil sál lifi i heilum þjóðarlíkama og fái afstýrt öllum utanaðkomandi truflunum sem nú hindra það, Jrá mun föðurlandið þurfa á allri trú- mennsku og hollustu þegna sinna að halda og þá mun verða endurvakin þrautseigja forfeðranna og formæðr- anna, sem háðu sitt stríð, sína baráttu, í gegnum þrauta- göngu aldanna og hver og einn karl og kona kappkosta, að láta sér verða sem mest úr sínum deilda verði. En Jrað skyldi munað, að „sérleik hefir sérhver, sál Jró etig- inn skilji" (M. J.) jafnt konur sem karlar, og að rniklu er það heilbrigðara, að JrjóðfélagsJregnarnir eigi sam- eiginlega auðlindir landsins, heldur en að nokkur mað- ur eigi annars vinnuarð. y/g 1955. MELKORKA kemur út þrisvar á án. Verð árgangsins fyrir áskrifendur er 25 krónur. í lausasölu kostar hvert hefti 10 krónur. Gjalddagi er 1. rnarz ár hvert. Öll bréfaviðskipti varðandi innheimtu og afgreiðslu til áskrifenda og útsölumanna utan Reykjavíkur annast Þóra Vigfúsdóttir, Þingholtsstræti 27, Reykjavík, sími 5199. Afgreiðsla fyrir Reykjavík og nágrenni er í Bókabúð Máls og menningar, Skólavörðustíg 21. Nokkur eintök af fyrri árgöngum ritsins eru enn fáanleg. PRENTSMIÐJAN HOLAR H-F v_____________________;______________y NÍNA TRYGGVADÓTTIR Listakonan Nína Tryggvadóttir, er hefur dvalizt er- lendis síðustu árin, kom lieim til íslands síðari hluta sumars og opnaði sýningu á málverkum sínum 16. sept. síðastl. í Listamannaskálanum í Reykjavík, en mörg af þessum málverkum hafði listakonan áður sýnt í París og Brussel og hlotið góða dóma, cnda er hún talin ein af fremstu málurum yngri kynslóðarinnar íslenzku. Nína Tryggvadóttir hefur nokkrum sinnum áður haldið málverkasýningu í Reykjavík og síðast fyrir fjór- um árum. Sjálf segir hún að listþróunarleið sín hafi leg- ið frá natúralisma til abstraktsjónar, en í listum sé ekk- ert til sem heitir síðasta orð, abstrakt myndlistarform ekki fremur en annað, og að í nútimalist beinist athygli listamannsins æ rneir inn á við — að sálarlífinu, í stað þess að horfa á Jrað sem fyrir augað ber og fá hugmynd- ir sínar þaðan. Allar góðar óskir fylgja þessari gafuðu og duglegu listakonu er hún hverfur héðan aftur af landi burt. KATRÍN THORODDSEN skiþuð yfirlæknir barnadeildar Heilsuverndarstöðvarinnar i Reykjavik Katrín Thoroddsen er fyrsta konan sem skipuð er í yfirlæknisstöðu á íslandi og má í Jrvx sambandi benda á að hún var einnig fyrsta konan sem var skipuð héraðs- læknir á íslandi. Hún var á Jrriðja ár héraðslæknir í Flatey á Bieiðafirði cn settist eftir það að sem starfandi læknir í Reykjavík. Frá 1927 hefur hún staifað sem læknir ungbarnaverndar Líknar og hefur gegnt þvi starfi síðan ]>:ir til nú að hún tekur við yfirlæknisstarfi ungbarnadeildar Heilsuverndarstöðvarinnar. MliLKORKA 81

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.