Melkorka - 01.11.1955, Blaðsíða 19

Melkorka - 01.11.1955, Blaðsíða 19
bann En þá hann er í brott genginn tekur Snæ- björt drottning úr fylgsni boga og örvar Arnar hins alfrjálsa og gengur út og hefta verðirnir eigi för hennar er þeir vissu að konungur hafði setið á einmæli við hana í þeim sömu svifum. Gengur hún til sjávar og sezt þar í fjöru. Grætur hún beizklega og telur raunir sínar af Jjungu hljóði. En sem hún hefir þær rakið er þar komin Hrönn móðir hennar úr sævi gengin og heilsar henni með mikilli blíðu. „Sárt ert Jrú leikin, dóttir," segir hún, „en lát þó eigi hugfallast því nú mun }>ess skammt að bíða að úr rætist. Hefir þú nú tekið Jrung gjöld þinnar glópsku og þeirra er þér næstir standa. Hér liefir þú nú lykil þann er opna má fjötur Arnar hins alfrjálsa, en hann erfólginn í helli einum hérskammt undan. Hefi ég lengi leitað að lykli þessum, en vissi fyrir um felustað Jienna, er illir menn fundu ástvini þínum. Far nú þegar á fund Ketilríðar Kotungsdóttur og bið hana að hrinda fram báti og róa í ]>á átt er ég nú vísa þér. Mun hún þá finna hellinn og er þar inni grjótgarður er hún má ryðja úr vegi. En Jaar innar er Örn hinn alfrjálsi fólg- inn og sefur, J>ví hann bíður Jaeiirar lausnar er hann á vísa.“ „Lát mig heldur fara þegar í stað,“ segir Snæbjört og er nú allur harmur horfinn. „Mun ég eigi síður fá hann leystan en Ket- ilríður." „Hlýð ráðum mínum, dóttir," segir Hrönn, „því að ryð hefir fallið á lykilinn og }>arf afl til að opna fjöturinn, mun það eigi fært öðrum höndum en þeim, sem af erfiði eru hertar og eigi átt ]>ú annan vin til að leita en Ketilríði. Far nú strax, dóttir, og munt þú einnig brátt hitta aftur sonu þína en mig eigi aftur, þvi að ást mín til þín hef- ir borið mig á þinn fund um svo langan og ófæran veg, sem þann er milli lífs og dauða liggur. Bið ég þig að sjá jnnum hag betur borgið framvegis að ég megi liðins frið hljóta." Kveðjast þær nú með ástúð og trega. Hraðar Snæbjört síðan göngu á fund Ketil- ríðar og er nú þar komið sögu er upp liófst, en Jdví var svo gert að kona hefir skráð, en konum er svo farið að þær vilja jafnan í upphafi vita nokkuð um lausn livers máls, en karlar eru eigi svo bráðlátir að öllu. — melkorka 83

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.